Samfélagsmiðlar

Samkomulag Isavia og WOW ekki lagt fyrir ríkisstjórn en ráðherrar upplýstir

Í vikunni tekur Landsdómur fyrir deilu Isavia og flugvélaleigunnar ALC um ábyrgðina á ríflega tveggja milljarða króna skuld WOW air við Keflavíkurflugvöll.

„Forsætisráðherra var kunnugt um að Isavia taldi sig hafa ákveðnar tryggingar fyrir greiðslu notendagjalda á Keflavíkurflugvelli. Samkomulag Isavia og WOW air var ekki gert með vitneskju forsætisráðherra og var ekki lagt fyrir ríkisstjórn,“ segir í svari frá forsætisráðuneytisins við fyrirspurn Túrista. Þar var spurt út í þá fullyrðingu Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í viðtali við Rúv, þremur dögum fyrir gjaldþrot WOW air, að Isavia væri auðvitað með ákveðnar tryggingar fyrir skuldum WOW. 
Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að Isavia gæti ekki krafið eigenda kyrrsettrar þotu á Keflavíkurflugvelli um greiðslu rúmlega tveggja milljarða króna skuldar WOW air á Keflavíkurflugvelli. Landsdómur úrskurðar í málinu í lok vikunnar.

Isavia er opinbert hlutafélag og það er Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sem fer með hlut ríkisins í fyrirtækinu. Í svari frá ráðuneytinu segir að Isavia hafi upplýst fjármála- og efnahagsráðuneytið um vanskil WOW með almennum hætti. Því er bætt við að ráðuneytið hafi ekki afskipti af viðskiptalegum ákvörðunum félaga í þess eigu og hefur af þeim sökum ekki beint neinum tilmælum til stjórnar Isavia um framangreint málefni.

Í viðtali við Mbl.is í byrjun mánaðar sagði Bjarni að honum þætti stjórn Isa­via hafa fært ágæt­is­rök fyr­ir því hvernig hún hélt á mál­um er varða ógreidd lend­ing­ar­gjöld WOW air á Kefla­vík­ur­flug­velli og benti á að óbein­ar tekj­ur af rekstri WOW air frá því flug­fé­lagið lenti í van­skil­um við Isa­via hafi numið „gríðarlega háum fjár­hæðum“. Starfandi forstjóri Isavia hefur einnig notað þessi rök og í svari Isavia segir að þarna sé verið að vísa í allar óflugtengdar tekjur sem koma til vegna farþega, t.d, vegna verslunar,  veitingasölu, bílastæðagjalda og tekjum af rútuferðum og bílaleigubílum.

Það fást hins vegar engin svör frá fjármálaráðuneytinu né Isavia þegar beðið er um mat á upphæð þessara miklu tekna sem farþegar WOW skiluðu Isavia með óbeinum hætti. Í nýbirtum ársreikningi Isavia kemur hins vegar fram að hagnaður fyrirtækisins á síðasta ári nam tæpum 4,3 milljörðum króna. Þar með hefur hagnaður á hvern farþega numið rétt tæpum fimm hundruð krónum og ábati Isavia af farþegum WOW, allt árið í fyrra, var þá um 1,3 milljarður króna þegar búið að er taka tillit til tvítalningar tengifarþega.

Eins og gefur að skilja má gera alls kyns fyrirvara við útreikningana hér að ofan en réttlæting Isavia og fjármálaráðherra um miklar tekjur af farþegum WOW hefur líka verið gagnrýnd. Það gerði Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line, til að mynda í grein á Vísi í síðustu viku. Þar velti Þórir því til dæmis upp hvort stjórnendur Isavia séu í raun að staðfesta að álögurnar á þjónustu og sölu til farþega á flugvellinum er það sem í raun skilar hagnaði á Keflavíkurflugvelli á meðan almenn flugvallarþjónustan sé rekin með miklu tapi.

 

Nýtt efni

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …