Samfélagsmiðlar

SAS komið í loftið á ný

Vikulöngu verkfalli flugmanna hjá SAS lauk seint í gærkvöld. Gert er ráð fyrir einhverjum seinkunum á flugferðum félagsins næsta sólarhring.

Allt frá því að flugmenn SAS lögðu niður vinnu í lok síðustu viku þá hefur félagið þurft að aflýsa rúmlega fjögur þúsund flugferðum og hefur það haft áhrif á ferðir um 360 þúsund farþega. Þetta sjö sólarhringa verkfall er talið hafa kostað flugfélagið hátt í milljarð íslenskra króna á degi hverjum. Rickard Gustafsson, forstjóri SAS, vildi þó ekki skjóta á tölu nú í morgunsárið en sagði að kostnaðurinn ætti að liggja fyrir á næsta afkomufundi fyrirtækisins sem haldin verður í lok mánaðar.

Að sögn forstjórans þurftu báðir deiluaðilar að gefa eftir til að hægt væri að ná samkomulagi. Samkvæmt frétt Sænska ríkisútvarpsins þá munu flugmenn fá 3,5 prósenta launhækkun næstu þrjú ár en þeir höfðu farið fram á 13 prósent hækkun og vísuðu þar til þess að laun þeirra væru talsvert undir því sem byðist hjá sambærilegum flugfélögum. SAS hafði áður samþykkt að hækka launin um 2,3 prósent.

Kjaradeilan snérist þó ekki aðeins um laun því flugmennirnir fóru jafnframt fram á að vaktaplön væru útgefin fyrr en nú er og dregið yrði úr helgarvinnu. Samkomulagið sem náðist í gærkvöld mun gera ráð fyrir að þessari kröfu verði mætt með þeim hætti að fleiri flugmenn fá að vinna samkvæmt föstu skipulagi sem gerir ráð fyrir fimm daga vinnutörnum með fjögurra daga fríi á milli.

Helsta deilumálið í samningaviðræður SAS og flugmannanna var þó líklega krafan um að félagið myndi áfram nær eingöngu nýta flugmenn búsetta í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Í fyrra opnaði SAS dótturfélag í Írlandi og réði þangað erlendar áhafnir sem í dag sjá um hluta af áætlunarflugi SAS til Skandinavíu frá Spáni, Bretlandi og Írlandi. Á sama tíma sagði flugfélagið upp samkomulagi við starfsmenn sína um að aðeins mætti nota erlendar áhafnir eða leiguflugfélög í 11 til 13 prósent flugferða. Þennan kvóta vildu flugmennirnir endurnýja og á það féllust stjórnendur SAS. Nýi samningurinn gildir til þriggja ára.

SAS flýgur allt árið um kring til Keflavíkurflugvallar frá Ósló og Kaupmannahöfn og eru þessar ferðir á áætlun í dag. Í sumar mun SAS jafnframt bjóða upp á Íslandsflug frá Stokkhhólmi.

Nýtt efni

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …

Fyrir mánuði sendi Storytel frá sér fréttatilkynningu þar sem kynnt var ný þjónusta fyrir notendur. Brátt eiga hlustendur hljóðbóka möguleika á að velja nýjan lesara ef þeim líkar ekki innlesturinn. Valraddirnar eru allar skapaðar af vélmennum eða svokölluðum gervigreindarupplesurum.  Þetta nýja verkfæri Stoyrtel er tekið í gagnið vegna þess að 89 prósent af þeim sem …