Sinnu­laus eigandi Isavia

Það voru vísbendingar um slæma stöðu WOW air löngu áður en stjórnvöld hófu að fylgjast vel með gangi mála.

Bjarni Benediktsson og Skúli Mogensen í desember 2015. Það ár og árið eftir skilaði WOW air hagnaði en svo tók við taprekstur. Myndir: WOW air og Isavia

„Stjórn­völd hafa fylgst mjög vel með, bæði á vett­vangi ráðherra­nefnda en einnig ráðherrar á sínu fagsviði eftir því sem efni hafa staðið til, allt frá því að í ljós kom að félagið átti í erfið­leikum með að fjár­magna sig í gegnum skulda­bréfa­útboð síðast­liðið haust,” sagði Bjarni Bene­diktsson, fjár­mála­ráð­herra, í svari sínu á Alþingi á miðvikudag. Tilefnið var fyrir­spurn Jóns Þórs Þorvalds­sonar, þing­manns Miðflokksins, sem óskaði eftir svörum um hvort ráðherrar og ráðu­neyti hafi búið yfir upplýs­ingum um skulda­setn­ingu WOW air á Kefla­vík­ur­flug­velli.

Ógreidd lend­inga- og farþega­gjöld félagsins námu rúmum tveimur millj­örðum króna þegar það fór í þrot í lok mars. Ef Lands­réttur kemst að sömu niður­stöðu og héraðs­dómur, í máli Isavia og flug­véla­leig­unnar Air Lease Corporation, þá fær hið opin­bera aðeins greiddan lítinn hluta af kröf­unni.

Það er fjár­mála­ráð­herra sem fer með hlut ríkisins í Isavia en hann segir það hafa verið fyrst í kringum skulda­bréfútboð WOW, sem lauk um miðjan sept­ember sl., sem stjórn­völd byrja að fylgjast mjög vel með gangi mála hjá flug­fé­laginu líkt og segir í svari hans á Alþingi í vikunni. Í grein­ar­gerð sem Isavia birti nýverið, vegna kröfu þess á ALC flug­véla­leiguna, kemur hins vegar fram að það var strax í lok árs 2017 að safnast höfðu upp vanskil hjá WOW air á Kefla­vík­ur­flug­velli.

Sú tíma­setning er sérstak­lega áhuga­verð í ljósi þess að nákvæm­lega þarna, í byrjun vetrar 2017, herti Korta­þjón­ustan skil­mála sína veru­lega gangvart viðskipta­vinum sínum og meðal annars WOW air. Nú fékk flug­fé­lagið ekki lengur hluta af sölu­verði flug­ferða, sem ennþá voru ófarnar, greiddar fyrir­fram líkt og áður hafði tíðkast. Þessar breyt­ingar voru gerðar í kjölfar gjald­þrots breska lág­far­gjalda­flug­fé­lagsins Mon­arch sem hafði fengið háar fyrir­fram­greiðslur frá Korta­þjón­ust­unni. Þær upphæðir þurfti íslenska fyrir­tækið svo að bakfæra til farþega Monarch við greiðslu­stöðv­unina.

WOW air var á þessum tíma­punkti í viðskiptum við fleiri færslu­hirða og flutti stjórn­endur flug­fé­lagsins stærstan hluta af viðskipt­unum annað en hélt um fimmt­ungi eftir hjá Korta­þjón­ust­unni. Ekki liggur fyrir hversu stór hluti greiðslu­korta­greiðslna WOW fór í gegnum Korta­þjón­ustuna áður en nú er ljóst að það var á þessum tíma­punkti sem vanskil WOW air á Kefla­vík­ur­flug­velli hefjast. Umræðan um erfið­leika Korta­þjón­ust­unnar og áhrif þeirra á WOW air voru þónokkur á þessum tíma þó hún hafi ekki verið opinber nema að litlu leyti. Þarna hefur fjár­mála­ráðu­neytið samt ekki verið farið að fylgjast „mjög vel” með stöð­unni.

Og það er ekki ólík­legt að frétta­til­kynning sem WOW air sendi frá sér þann 14. nóvember 2017 hafi verið ætlað að slá á sögu­sagnir um veika fjár­hags­stöðu félagins í kjölfar breyt­ing­anna hjá Korta­þjón­ust­unni. Í tilkynn­ing­unni er nefni­lega fullyrt að WOW air væri nú full­fjár­magnað út árið 2019 eftir að hafa selt og endur­leigt þotur sem þá voru vænt­an­legar til landsins. „Við afhend­ingu flug­vél­anna fær WOW air um 4 millj­arða króna. Fyrri flug­vélin verður afhent í janúar 2018 og seinni vélin í apríl 2018,” sagði í tilkynn­ing­unni.

Fyrri þotan kom reyndar ekki fyrr en um miðjan febrúar í fyrra og sú seinni í lok apríl en þrátt fyrir fjög­urra millj­arða sölu­tekjur þá safn­aðist áfram upp skuld hjá Isavia miðað við þær upplýs­ingar sem nú ligga fyrir. Á þessum tíma er eigandi Isavia samt sem áður ekki farinn að fylgjast “mjög vel” með stöð­unni sem vekur upp spurn­ingar um hvort stjórn­endur og stjórn Isavia hafi ekki upplýst fjár­mála­ráðu­neytið um skulda­söfnun WOW. En þess má geta að Ingi­mundur Sigurpálsson, þáver­andi stjórn­ar­formaður Isavia, var full­trúi Sjálf­stæð­is­flokksins í stjórn Isavia og sonur hans fram­kvæmda­stjóri þing­flokks flokksins.

Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air, lét heldur engan bilbug á sér finna á meðan á öllu þessu stóð. Í lok janúar 2018 full­yrti hann til að mynda í viðtali við Morg­un­vakt Rásar 1 að félagið hefði aldrei staðið betur. Þarna í lok janúar í fyrra vissi Skúli vænt­an­lega að félagið hafði verið rekið með tapi árið á undan en þær mikil­vægu upplýs­ingar voru fyrst opin­berar hálfu ári síðar. Og fram að þeim tíma var Skúli spar á upplýs­ingar um rekst­urinn árið 2017. Hann sagði þó í viðtali við Morg­un­blaðið í apríl í fyrra að velta ársins 2017 hefði verið um 50 millj­arðar. Miðað við áður útgefnar farþega­tölur mátti þá reikna út að tekjur félagsins, á hvern farþega, höfðu hríð­lækkað líkt og Túristi benti á.

Í fyrr­nefndu viðtali á Rás 1, sem undir­rit­aður tók þátt í, er Skúli jafn­framt spurður hvort það sé ekki slæmt fyrir rekst­urinn að farmiða­verð lækki á sama tíma og olíu­verð fari hækk­andi. Skúli segir samlegðaráhrif í rekstri og auknar hlið­ar­tekjur eiga að auðvelda félaginu að halda farmiða­verðinu lágu áfram miðað við þáver­andi ástand. Síðar kom í ljós að áform um aukna áherslu á viðskiptafar­rými, fleiri breið­þotur og flug til Indlands gengu ekki eftir og það reyndist félaginu dýrt að vera óvarið fyrir eldsneyt­is­hækk­unum.

Miðað við það sem hér hefur verið rakið þá voru sterkar vísbend­ingar um að fyrir­fram­greiðslur Korta­þjón­ust­unnar, á farmiðapönt­unum, hafi verið lykil­at­riði í rekstri WOW air lengi framan að. Þegar þeirra naut ekki lengur við tók nærri samstundis við skulda­söfnun hjá Isavia undir árslok 2017. Það er fyrst miss­erum síðar sem fjár­mála­ráðu­neytið fer að fylgjast „mjög vel” með gangi mála og það sinnu­leysi kann að reynast ríkis­sjóði dýrkeypt því WOW skildi eftir sig rúmlega tveggja millj­arða skuld við Kefla­vík­ur­flug­völl og Isavia.