Sótti ekki um forstjóra­stöðuna

Matthías Imsland, varaformaður stjórnar Isavia, er ekki einn þeirra sem sækist eftir því að taka við stjórnartaumunum í fyrirtækinu.

Matthías Imsland, varaformaður stjórnar Isavia. Myndir: Isavia

Björn Óli Hauksson hætti sem forstjóri Isavia um páskana en hann hafði þá sinnt starfinu í áratug. Í byrjun mánaðar var forstjórastaðan auglýst laus til umsóknar og í gær frest­urinn út. Einn þeirra sem orðaður hefur verið við starfið er Matthías Imsland, fyrrum fram­kvæmda­stjóri Iceland Express, meðstofn­andi WOW air og núver­andi vara­formaður stjórnar Isavia. Matthías stað­festir hins vegar í tölvu­pósti til Túrista að hann hafi ekki sótt um forstjóra­stöðuna.

Líkt og greint var frá í gær þá verður ekki upplýst um nöfn þeirra sem sóttu um enda var umsækj­endum lofaður fullur trún­aður í auglýs­ingu. Eins mun Isavia ekki bera skylda til að birta þess háttar upplýs­ingar frekar en öðrum opin­berum hluta­fé­lögum.