Samfélagsmiðlar

Stjórnendur Icelandair komnir í takt við starfsbræður sína vestanhafs

Hjá Icelandair var búist við að bandarísk flugmálayfirvöld myndu votta breytingar á hugbúnaði MAX þotanna um miðjan þennan mánuð. Það gekk ekki eftir. Nú hefur félagið boðað breytingar á flugáætlun sinni lengra fram í tímann líkt og stjórnendur amerískra flugfélaga höfðu gert fyrir nokkru síðan.

Ein af MAX þotum Icelandair.

Upphafleg sumaráætlun Icelandair byggði á því að félagið hefði til umráða níu Boeing MAX þotur. Allar flugvélar af þessari gerð voru kyrrsettar um miðjan mars í kjölfar flugslysa í Eþíópíu og Indónesíu sem kostuðu 346 manns lífið. Á þeim tíu vikum sem liðið hafa frá því að flugbannið var sett á hafa stjórnendur Icelandair í þrígang gefið út nýjar tímasetningar fyrir mögulega endurkomu þotanna.

Fyrst voru gerðar breytingar á sumaráætluninni fram í miðjan júní en sá frestur var svo framlengdur um einn mánuð þann 3. maí sl. Þremur dögum síðar fullyrti Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs félagsins, á opnum afkomufundi Icelandair, að tæknilega væri búið að leysa allt það sem kom upp í flugslysunum tveimur. „Sú lausn verður vottuð af amerískum flugmálayfirvöldum fyrir miðjan maí. Það er í raun og veru ekkert nýtt sem hefur komið upp síðan í byrjun apríl hvað varðar frekari vandamál með vélarnar,“ sagði Jens.

Nú liggur fyrir að bandarísk flugmálayfirvöld vottuðu ekki MAX þoturnar um miðjan maí og reyndar var það fyrst á fimmtudaginn í síðustu viku sem Boeing flugvélaframleiðandinn sagðist hafa lokið við hugbúnaðaruppfærsluna. Í gærkvöld greindi forstjóri bandarísku flugöryggisstofnunarinnar hins vegar frá því að Boeing hefði hætt við að afhenta henni þessa breytingu á MCAS-búnaðinum, sem talinn er hafa valdið slysunum, eftir að stofnunin gerði athugasemdir við hana. Í kjölfarið gaf Icelandair út að félagið ætlaði að gera breytingar á sinni flugáætlun fram í miðjan september sem yrði til þess að sætisframboð myndi dragast saman um fimm af hundraði.

Þetta er þriðja breytingin á sumaráætluninni frá því að MAX þoturnar voru kyrrsettar. Stjórnendur flugfélaga eins og Air Canada, Southwest og American Airlines ákváðu strax í apríl að gera breytingar á áætluninni fram í ágústlok. Í tilkynningu frá American Airlines og Southwest sagði að þó búist væri við að þoturnar færu í loftið fyrr þá hefði flugáætluninni verið breytt út sumarið svo starfsmenn og farþegar þyrftu ekki að efast um ferðaplön sín á þeim tíma sem flestir eru á ferðinni.

Nýtt efni

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …