Samfélagsmiðlar

Tekjur Isavia á hvern rútufarþega hækka

Það er orðið dýrara að nýta sér sætaferðir til og frá Leifsstöð.

Flugfarþegar þurfa í dag að borga nærri fimmtungi meira fyrir farið með Flugrútunni eða Airport Direct frá Keflavíkurflugvelli. Stakt fargjald hjá Flugrútunni kostar orðið 3.500 krónur en 6500 kr. ef keyptur er miði báðar leiðir líkt og Vísir greinir frá. Hjá Airport Direct, sem Hópbílar reka, er stakur miði á 3.590 krónur en borga þarf þrjú þúsund krónur í viðbót fyrir far fram og til baka.

Bæði fyrirtæki hafa hækkað verðskrár sínar nýverið og hefur Vísir það eftir Birni Ragnarssyni, forstjóra Kynnisferða, sem reka Flugrútuna, að hækkunin skrifist aðallega á hærri launakostnað, hækkandi olíuverð og minni eftirspurn í kjölfar gjaldþrots WOW air.

Hvað sem þessu breyttu aðstæðum líður þá þurfa Kynnisferðir engu að síður áfram að greiða Isavia 41 prósent af andvirði hvers farmiða sem fyrirtækið selur í ferðir sínar frá Keflavíkurflugvelli. Hópbílar greiða Isavia þriðjung af sínum sölutekjum sem er í takt við niðurstöðu útboðs Isavia á einkarétti á afnotum af rútustæðunum beint fyrir utan Leifsstöð sem haldið var sumarið 2017.

Í kjölfar nýjustu verðhækkana þá hækkar sú krónutala sem Isavia fær á hvern farþega fyrirtækjanna umtalsvert eða um rúmar tvö hundruð krónur í báðum tilvikum. Af 3.500 króna fargjaldinu sem Kynnisferðir rukka í Flugrútuna þá þarf fyrirtækið að borga Isavia um þrettán hundruð krónur og Hópbílar greiða um ellefu hundruð krónur af 3590 kr. fargjaldinu til Isavia. Fyrirtækin tvö verða jafnframt að greiða að lágmarksþóknun árlega sem nemur um 180 milljónum í tilfelli Kynnisferða og um 130 milljónum hjá Hópbílum. Til viðbótar borga fyrirtækin 450 þúsund í leigu á bílastæðum í hverjum mánuði og greiða líka leigu fyrir sölubás inn í Leifsstöð.

Airport Express, sem Gray Line rekur, býður líka upp á reglulegar sætaferðir frá Keflavíkurflugvelli en fyrirtækið notast við stæði sem eru aðeins fjær flugstöðinni. Þar kostar stakt fargjald í dag 2450 krónur og aðspurður staðfestir Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line, að fargjaldið hjá þeim muni líka hækka. „Það verður þó vel samkeppnishæft,“ bætir hann við.

 

Nýtt efni

Faxaflóahafnir héldu vorfund sinn fyrir helgi til að kynna fyrirtækjum í ferðaþjónustu skipulag sumarsins við móttöku skemmtiferðaskipa, sem tekur mið af því raski sem verður vegna byggingar farþegamiðstöðvar Faxaflóahafna. Þeim framkvæmdum á að ljúka að tveimur árum liðnum, eins og FF7 greindi nýverið frá. Fram kom á fundinum að gert er ráð fyrir rúmlega 308 …

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …