Telja Guide to Iceland veita rangar upplýsingar

Neytendastofa fer fram á að bókunarfyrirtækið Guide to Iceland dragi úr fullyrðingum um að fyrirtækið bjóða lægsta verð og hafi mesta úrvalið af

Bókunarsíðan Gui­de to Ice­land er mjög umsvifamikið í íslenskri ferðaþjónustu. Neytendastofa telur fyrirtækið ekki geta staðið við fullyrðingar á sölusíðu sinni. Mynd: Nicolas J Leclercq / Unsplash

„Explore the world‘s most extensive selection of things to see and do in Iceland“, „Lowest prices in Iceland“, „Largest selection of travel services“, „Find the very best prices on the largest marketplace for Icelandic travel services“, „Low prices in Iceland – best price guarantee“ og „Find the very best selection on the largest marketplace for Icelandic travel services“ eru meðal þeirra fullyrðinga sem bókunarfyrirtækið Guide to Iceland hefur nýtt til markaðsetningar. Neytendastofa segir þessar fullyrðingar fyrirtækisins vera ósannaðar og þær veiti rangar upplýsingar um stöðu Guide to Iceland á íslenskum markaði. „Þá telur Neytendastofa að upplýsingarnar séu líklegar til að valda því að hinn almenni neytandi sem auglýsingarnar beinast að, taki viðskiptaákvörðun sem hann myndi ekki annars hafa tekið.“

Nú eru rúmar þrjár vikur síðan úrskurður Neytendastofu var birtur en ennþá er hluti þessara ofannefndu fullyrðinga nýttur í við kynningu á Guide to Iceland á enskri heimasíðu fyrirtækisins. Málið á sér þó lengri aðdraganda því það var í september síðastliðnum sem Neytendastofa óskaði fyrst skýringum fyrirtækisins á þeim loforðum sem birtust á heimasíðunni. Það var hins vegar fyrst í desember að stofnunni barst svar frá Guide to Iceland. Í lok janúar lét fyrirtækið vinna fyrir sig samantekt sem forsvarsfólk fyrirtækisins telur styðja við flestar fullyrðingarnar.

Engu að síður hét það því að gera breytingar á nokkrum setningum. Til að mynda yrði ekki lengur fullyrt að Guide to Iceland gæti ávallt boðið lægsta verðið. Textanum „Lowest price in Iceland – Best price guaranteed“ var því breytt í „Low prices in Iceland – Best price guarantee“. Þrátt fyrir þessar breytingar í skilaboðum og samanburð fyrirtækisins sjálfs á úrvali sínu og keppinauta þá telur Neytendastofa að fullyrðingar í markaðssetningu Guide to Iceland séu ósannaðar sem fyrr segir.

Guide to Iceland er mjög umsvifamikið í íslenskri ferðaþjónustu og velti fyrirtækið 4,8 millj­örðum í hittifyrra, án virðis­auka­skatts, og nam hagnaðurinn þá 675 milljónium króna. Í október í fyrra keypti bandarískur fjárfestingasjóður fimmtungshlut í fyrirtækinu fyrir rúma tvö milljarða króna samkvæmt frétt Mbl.is.