Þú borgar oftast fyrir matinn í flugferðinni

Það heyrir orðið til undantekninga að veitingar séu hluti af farmiðaverðinu.

Mynd: Gerrie Van Der Walt / Unsplash

Þeir farþegar sem bóka sæti á almennu farrými í flugferð til og frá Keflavíkurflugvelli þurfa langoftast að borga aukalega fyrir mat og drykk í flugferðinni. Og í ljósi þess að það tekur sjaldnast minna en um þrjá klukkutíma að fljúga héðan til annarra landa þá má gera ráð fyrir að flestir þurfi á einhverri hressingu að halda í háloftunum. Vatnsglas nægir kannski mörgum en meira að segja fyrir þess háttar þarf að borga hjá mörgum flugfélögum eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan. Þar má sjá hvað einfaldir brauðréttir, vatn, kaffi og bjór kosta hjá öllum þeim flugfélögum sem fljúga frá Keflavíkurflugvelli í sumar.

Þar sem íslenska krónan hefur veikst undanfarið ár þá hefur verð á veitingum hjá flestum flugfélögum hækkað í krónum talið frá verðkönnun Túrista í fyrra. Engu að síður er bjórinn dýrastur hjá Icelandair en félagið er eitt þeirra sem býður þó upp á kaffi og vatn farþegunum að kostnaðarlausu.