United Airlines hefur á ný beint flug milli Íslands og New York/Newark

Frá og með 7. júní mun United Airlines á ný bjóða upp á daglegar ferðir héðan til Newark flugvallar við New York en þar er félagið er með sína helstu starfsstöð. Ferðirnar verða í boði fram til 4. október.

Boeing þota United Airlines við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Mynd: United Airlines
Kynning

„Við erum hæstánægð með að halda úti beinu flugi milli Reykjavíkur og New York/Newark í sumar. Flugið býður ekki aðeins viðskiptavinum okkar á Íslandi uppá þægilega komutíma í New York borg heldur einnig möguleika á tengiflugi til meira en 70 áfangastaða í Bandaríkjunum, Kanada, Mexíkó, Karabíska hafinu eða Mið-Ameríku,” segir Bob Schumacher, framkvæmdastjóri sölusviðs United í Bretlandi, Írlandi og Íslandi.

Í Íslandsflugið nýtir United Boeing 757-200 flugvélar með samtals 169 sæti – 16 „flat-bed” sæti á United Polaris viðskiptafarrýminu og 153 sæti í hefðbundnu farrými en þar af eru 45 Economy Plus sæti. Og þjónustan um borð í þotum United stenst allan samanburð. Á United Polaris viðskiptafarrýminu var nýverið kynnt til sögunnar ný þjónusta sem eykur enn á þægindin og upplifunina, allt frá betri stofu flugfélagins og að komunni á áfangastað, fyrir þá sem vilja ná góðum svefni í flugferðinni.

Farþegar á United Polaris farrýminu, í flugi frá Reykjavík, njóta veitinga sem hafa verið sérvaldar fyrir flugið, sængurklæða frá Saks Fifth Avenue og snyrtivara frá Sunday Riley. Á United Economy Plus farrýminu er fótaplássið meira og sömuleiðis rýmið í kringum farþegann. Sætin eru fremst í Economy farrýminu sem gefur farþegunum möguleika á að komast fljótt frá borði efir lendingu.

Þeir sem sitja á hefðbundnu Economy farrými í fluginu frá Íslandi geta nýtt sér alla þjónustu um borð án endurgjalds. Þeir borga ekki aukalega fyrir val á sætum og eins er matur og drykkur (líka bjór og vín) innifalinn í verðinu og einnig afþreyingakerfið um borð.

Á Newark flugvelli rekur United stærstu tengiflugstöðina á New York svæðinu. Flugvöllurinn er aðeins 23 kílómetrum frá Manhattan og þaðan má komast hratt til ýmissa borgarhluta. Til að mynda með AirTrain lestunum til Penn Station stöðvarinnar á miðri Manhattan en ferðin tekur tæpan hálftíma.

United hefur einnig bætt upplifun viðskiptavina sinna á Newark flugvelli með nýjum verslunum og tæknilausunum. Innritun og skönnun farangurs hefur verið einfölduð og síðastliðið sumar opnaði ný United Polaris stofa fyrir viðskiptaferðalanga í alþjóðaflugi. Í þessum 2500 fermetra „lounge” eru sæti fyrir 455 manns, 10 svefnbekkir með Saks Fifth Avenue áklæðum, 10 þægilegar sturtusvítur með snyrtivörum frá Sunday Riley, sérstök bílastæðaþjónusta er í boði og fólki gefst kostur á máltíð á sérstöku veitingasvæði þar sem matseðillinn er settur saman af New York kokkinum John Glowacki.

Þessi kynningagrein er skrifuð af United Airlines.