United Airlines hefur á ný beint flug milli Íslands og New York/Newark

Frá og með 7. júní mun United Airlines á ný bjóða upp á daglegar ferðir héðan til Newark flugvallar við New York en þar er félagið er með sína helstu starfsstöð. Ferðirnar verða í boði fram til 4. október.

Boeing þota United Airlines við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Mynd: United Airlines
Kynning

„Við erum hæst­ánægð með að halda úti beinu flugi milli Reykja­víkur og New York/Newark í sumar. Flugið býður ekki aðeins viðskipta­vinum okkar á Íslandi uppá þægi­lega komu­tíma í New York borg heldur einnig mögu­leika á tengiflugi til meira en 70 áfanga­staða í Banda­ríkj­unum, Kanada, Mexíkó, Karab­íska hafinu eða Mið-Ameríku,” segir Bob Schumacher, fram­kvæmda­stjóri sölu­sviðs United í Bretlandi, Írlandi og Íslandi.

Í Íslands­flugið nýtir United Boeing 757–200 flug­vélar með samtals 169 sæti – 16 „flat-bed” sæti á United Polaris viðskiptafar­rýminu og 153 sæti í hefð­bundnu farrými en þar af eru 45 Economy Plus sæti. Og þjón­ustan um borð í þotum United stenst allan saman­burð. Á United Polaris viðskiptafar­rýminu var nýverið kynnt til sögunnar ný þjón­usta sem eykur enn á þægindin og upplif­unina, allt frá betri stofu flug­fé­lagins og að komunni á áfanga­stað, fyrir þá sem vilja ná góðum svefni í flug­ferð­inni.

Farþegar á United Polaris farrýminu, í flugi frá Reykjavík, njóta veit­inga sem hafa verið sérvaldar fyrir flugið, sæng­ur­klæða frá Saks Fifth Avenue og snyrti­vara frá Sunday Riley. Á United Economy Plus farrýminu er fótaplássið meira og sömu­leiðis rýmið í kringum farþegann. Sætin eru fremst í Economy farrýminu sem gefur farþeg­unum mögu­leika á að komast fljótt frá borði efir lend­ingu.

Þeir sem sitja á hefð­bundnu Economy farrými í fluginu frá Íslandi geta nýtt sér alla þjón­ustu um borð án endur­gjalds. Þeir borga ekki auka­lega fyrir val á sætum og eins er matur og drykkur (líka bjór og vín) innifalinn í verðinu og einnig afþrey­inga­kerfið um borð.

Á Newark flug­velli rekur United stærstu tengiflug­stöðina á New York svæðinu. Flug­völl­urinn er aðeins 23 kíló­metrum frá Manhattan og þaðan má komast hratt til ýmissa borg­ar­hluta. Til að mynda með AirTrain lest­unum til Penn Station stöðv­ar­innar á miðri Manhattan en ferðin tekur tæpan hálf­tíma.

United hefur einnig bætt upplifun viðskipta­vina sinna á Newark flug­velli með nýjum versl­unum og tækni­laus­unum. Innritun og skönnun farangurs hefur verið einfölduð og síðast­liðið sumar opnaði ný United Polaris stofa fyrir viðskipta­ferða­langa í alþjóða­flugi. Í þessum 2500 fermetra „lounge” eru sæti fyrir 455 manns, 10 svefn­bekkir með Saks Fifth Avenue áklæðum, 10 þægi­legar sturtu­svítur með snyrti­vörum frá Sunday Riley, sérstök bíla­stæða­þjón­usta er í boði og fólki gefst kostur á máltíð á sérstöku veit­inga­svæði þar sem matseð­illinn er settur saman af New York kokk­inum John Glowacki.

Þessi kynn­inga­grein er skrifuð af United Airlines.