Upplýsa ekki um nöfn umsækj­enda

Í dag rennur út frestur til að sækja um stöðu forstjóra Isavia. Þó fyrirtækið sé opinbert hlutafélag þá verða nöfn umsækjenda ekki opinberuð.

Mynd: Isavia

Það er Isavia sem rekur alla flug­hafnir landsins og hjá fyrir­tækinu vinna hátt í fjórtán hundruð manns. Forstjóri þess, Björn Óli Hauksson, lét hins vegar af störfum um páskana og í dag rennur úr frestur til að sækja um stöðuna. Samkvæmt upplýs­ingum frá Isavia þá verða nöfn umsækj­enda ekki birt opin­ber­lega öfugt við það sem tíðkast hjá hinu opin­bera.

Það er Bjarni Bene­diktsson, fjár­mála­ráð­herra, sem fer fyrir hlut ríkisins í Isavia og er stjórn þess skipuð full­trúum fimm þing­flokka. Stjórn­ar­formaður og full­trúi Sjálf­stæð­is­flokksins er Orri Hauksson, forstjóri Símans, og vara­formaður er Matthías Imsland, full­trúi Fram­sóknar. Aðrir í stjórn eru Valdimar Hall­dórsson frá VG, Píratinn Eva Pandora Bald­urs­dóttir og Nanna Margrét Gunn­laugs­dóttir, vara­þing­maður Miðflokksins.