Samfélagsmiðlar

Vildu ekki grípa til kyrrsetningar vegna skuldabréfaútboðs

Í sumarlok íhuguðu stjórnendur Isavia að grípa til kyrrsetningar á flugvél WOW. Þeir töldu þó heppilegra að leyfa félaginu að fara í umtalað skuldabréfaútboð. Gangurinn í því var góður miðað við fyrstu fréttir. Forsætisráðherra taldi Isavia vera með tryggingar fyrir vanskilum WOW.

Úrskurður Héraðsdómur Reykjaness í deilu Isavia og flugvélaleigunnar Air Lease Corporation féll í dag. Orð dómsins hafa verið túlkuð sem ósigur fyrir Isavia en þrátt fyrir það segir Sveinbjörn Indriðason, starfandi forstjóri fyrirtækisins, að það þurfi ekki að vera niðurstaðan. Sigurbjörn er því ekki tilbúinn til að fullyrða að Isavia tapi langstærstum hluta af rúmlega tveggja milljarða kröfu sinni á WOW air.

Þegar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, var spurð í fréttum Rúv út í skuld WOW við hið opinbera fyrirtæki, þremur dögum fyrir gjaldþrot flugfélagsins, þá fullyrti hún að Isavia væri með ákveðnar tryggingar fyrir skuldum WOW. „Hins vegar er það svo að við höfum sýnt félaginu skilning. Það hefur verið að ganga í gegnum erfiðleika,“ sagði Katrín en leiðrétti sig svo og sagði það vera Isavia sem sýnt hefði stöðu WOW skilning.

Túristi óskaði í fyrradag eftir upplýsingum frá upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar á því hvort skilja mætti þessi orð forsætisráðherra með þeim hætti að ráðamenn hefðu verið meðvitaðir um skuldasöfnun WOW hjá Isavia. Ekki hefur fengist svar við fyrirspurninni.

Í sjónvarpsviðtölum í kvöld sagði Sveinbjörn Indriðason, starfandi forstjóri Isavia og framkvæmdastjóri fjármálasviðs, að WOW hefði verið í vanskilum fyrri hluta síðasta árs og gert hefði verið ráð fyrir að félagið myndi gera upp skuldina um sumarið þegar lausafjárstaðan batnaði. Það hefði ekki gengið eftir og því hafi það verið til skoðunar að kyrrsetja flugvél WOW. Þá hafi verið að hefjast skuldabréfaútboð félagsins og stjórnendur Isavia mátu það svo að betra væri að leyfa WOW að fara í gegnum það ferli.

Vanskil jukust hins vegar hratt á þeim tíma því gera má ráð fyrir að reikningurinn sem Isavia sendi WOW, vegna notendagjalda í ágúst, hafi numið hátt í sex hundrað milljónum króna. Daginn áður en sá reikningur var gefinn út, þann 31. ágúst, birti Fréttablaðið hins vegar frétt með fyrirsögninni, „Skúli tryggt sér milljarða króna.“ Var þar vísað til skuldabréfaútboðs félagsins og fullyrti Skúli Mogensen, eigandi og forstjóri WOW, við Fréttablaðið að tekist hefði að fá breiðan hóp erlendra fagfjárfesta til þess að skrá sig fyrir stórum hluta útboðsins og stærð útgáfunnar yrði allt að 12 milljarðar króna. Á þessum tímapunkti var skuldin var Isavia um milljarður króna samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins í dag en sem fyrr segir bættust um sex hundrað milljónir við upphæðina daginn eftir jákvæðu tíðindin í Fréttablaðinu.

Hálfum mánuði síðar lauk skuldabréfaútboðinu og nam útgáfan rétt rúmlega sex milljörðum króna. Til viðbótar átti að selja skuldabréf fyrir 1,2 milljarða króna. Nú liggur hins vegar fyrir að umtalsverður hluti útgáfunnar voru viðskiptakröfur sem breytt var í skuldabréf og þar með fékk WOW air ekki nægjanlega mikið inn af nýju lausafé. Það er svo líklegast meginskýringin á því að Skúli Mogensen leitaði til forsvarsmanna Icelandair strax um mánaðamótin október-nóvember.

Í framhaldinu var gengið frá kaupum Icelandair á WOW air en þó með fyrirvörum. Og þessi kaupsamningur varð til þess að stjórnendur Isavia sýndu WOW air áfram þolinmæði líkt og kom fram í máli Sigurbjörns, starfandi forstjóri Isavia og framkvæmdastjóra fjármálasviðs, í fréttum í kvöld. Icelandair rifti hins vegar kaupunum á keppinautnum undir lok nóvember og þá tóku við nærri fjögurra mánaða samningaviðræður við Indigo Partners sem jafnframt urðu til þess að stjórnendur Isavia ákváðu að bíða og vona. Á þeim tíma hækkaði skuldin við Isavia og nam hún um 2,1 milljarði þegar WOW varð gjaldþrota í lok mars.

Miðað við úrskurð héraðsdóms í dag þá stefnir í að Isavia fái rétt um fjögur prósent af þessari kröfu greidda. Sú upphæð hefði orðið hærri ef stjórnendur Isavia hefðu kyrrsett aðra flugvél en TF-GPA því sú var nýtt í verkefni í Karabíska hafinu í vetur og þar með var aðeins hægt að rekja lítinn hluta af heildarskuld WOW til þeirrar flugvélar. Deiluaðilar hafa ekki gefið út hvort úrskurði héraðsdóms í dag verði áfrýjað.

 

Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …