Vinningshafinn í ferðaleik Delta

Einn heppinn lesandi Túrista þarf ekki að kaupa sér flugmiða næst þegar hann heldur til Bandaríkjanna.

Mynd: Delta Air Lines

Allt árið um kring flýgur Delta Air Lines milli Íslands og New York og á sumrin bætast við reglulegar ferðir til Minneapolis. Flogið verður daglega til beggja þessara borga nú í sumar og voru flestir þeir sem tóku þátt í ferðaleik Delta, hér á síðu Túrista, með það á hreinu. Þar á meðal Rannveig Haraldsdóttir en nafn hennar var dregið úr pottinum og fær hún því vinninginn, flugmiða fyrir tvo með Delta til Bandaríkjanna.

Túristi óskar Rannveigu góðrar ferðar og þakkar öllum þeim sem tóku þátt. Nýr ferðaleikur verður kynntur hér á síðunni fljótlega.