Vinn­ings­hafinn í ferða­leik Delta

Einn heppinn lesandi Túrista þarf ekki að kaupa sér flugmiða næst þegar hann heldur til Bandaríkjanna.

Mynd: Delta Air Lines

Allt árið um kring flýgur Delta Air Lines milli Íslands og New York og á sumrin bætast við reglu­legar ferðir til Minn­ea­polis. Flogið verður daglega til beggja þessara borga nú í sumar og voru flestir þeir sem tóku þátt í ferða­leik Delta, hér á síðu Túrista, með það á hreinu. Þar á meðal Rann­veig Haralds­dóttir en nafn hennar var dregið úr pott­inum og fær hún því vinn­inginn, flug­miða fyrir tvo með Delta til Banda­ríkj­anna.

Túristi óskar Rann­veigu góðrar ferðar og þakkar öllum þeim sem tóku þátt. Nýr ferða­leikur verður kynntur hér á síðunni fljót­lega.