Ætla að fljúga fimm sinnum í viku til Tenerife

Norska lággjaldaflugfélagið Norwegian bætir í Íslandsflug sitt í vetur.

Mynd: Norwegian

Eftir fall WOW air er Norwegian það flug­félag sem er umsvifa­mest í farþega­flugi milli Íslands og Spánar og nú ætlar félagið að bæta ennþá meiru við. Frá lokum október munu þotur félagsins nefni­lega fljúga frá Kefla­vík­ur­flug­velli til bæði Las Palmas á Kanarí og Tenerife.

Athygli vekur að Norwegian ætlar að fljúga fimm sinnum í viku til Tenerife og tvisvar í viku til Kanarí, á miðviku­dögum og laug­ar­dögum. Hina dagana verður flogið til Tenerife. Þess ber að geta að í tilkynn­ingu frá Norwegian segir að aðeins verði flogið til áramóta en í bókun­arvél á heima­síðu flug­fé­lagsins er hins vegar hægt að bóka beint flug frá Íslandi til Kana­ríeyja út mars á næsta ári. Ódýr­ustu farmið­arnir, án tösku, eru á tæpar 13 þúsund krónur.

„Norwegian hefur náð sterkri stöðu á íslenska mark­aðnum og við erum ánægð með að vera leið­andi flug­félag í ferðum milli Íslands og Spánar,” segir Magnus Thome Maur­sund, forstöðu­maður hjá Norwegian í tilkynn­ingu. Hann segist gera ráð fyrir að Spán­verjar muni jafn­framt nýta sér þessar flug­leiðir. Það hefur þó verið raunin hingað til að nær aðeins Íslend­ingar fylla þoturnar sem flogið hafa hingað til Kanarí og Tenerife og þegar mest lét flaug WOW þrjár ferðir í viku til Tenerife. Nú ætlar Nowegian hins vegar fimm ferðir en þó á aðeins minni flug­vélum.

Auk áætl­un­ar­ferð­anna til Kana­ríeyja þá fljúga þotur Norwegian héðan til Madríd, Barcelona, Alicante, Ósló og Bergen.