Bjóða starfs­fólki Iceland Travel launa­laust leyfi

Söluferli á einni stærstu ferðaskrifstofu landsins fer í gang í haust og en á sama tíma býðst starfsfólki fyrirtækisins að minnka við sig.

Skjámynd: Iceland Travel

Frá og með haustinu stendur starfs­fólki Iceland Travel til boða að draga úr vinnu eða fara í launa­laust leyfi. Þessi leið er farin til að mæta fækkun verk­efna hjá ferða­skrif­stof­unni samkvæmt svari frá Icelandair Group, móður­fé­lagi Iceland Travel. Fyrr í vikunni var tilkynnt að Hörður Gunn­arsson, sem leitt hefur Iceland Travel í nærri áratug, myndi láta af störfum og við honum tekur Björn Víglundsson.

Í haust er svo ætlunin að hefja sölu­ferli á fyrir­tækinu en það hefur áður komið fram í máli forsvars­manna Icelandair Group að rekstur ferða­skrif­stof­unnar hafi verið erfiður undan­farið og áfram séu blikur á lofti.

Iceland Travel hefur lengi verið einn stærsti skipu­leggj­andi á Íslands­ferðum og fyrir nærri tveimur árum síðan stóð til að sameina fyrir­tækið við ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækið Gray Line. Sá samruni var gerður með fyrir­vara um niður­stöðu áreið­an­leika­könn­unar og þegar hún lá fyrir var hætt við samein­ingu. Aldrei hefur það þó verið gefið upp hvort það var annað fyrir­tækið eða bæði sem stóðu ekki nógu vel á þeim tíma­punkti.