Færri ferðir til Flórída í vetur

Þarsíðasta vetur gátu farþegar á Keflavíkurflugvelli valið úr reglulegum ferðum til þriggja borga á Flórídaskaganum. Nú er bara ein eftir.

Frá Orlando. Mynd: Visit Orlando

Komandi vetrarvertíð verður sú þrítugasta og fimmta hjá Icelandair í Orlando og að þessu sinni og geri flugáætlun félagsins ráð fyrir brottförum til bandarísku borgarinnar alla daga nema á miðvikudögum. Svo tíðar voru ferðirnar ekki síðasta vetur en þá flaug félagið jafnramt fjórar ferðir í viku til Tampa sem er um 140 kílómetrum frá Orlando.

Það verður hins vegar ekki framhald á áætlunarflugi Icelandair til Tampa í vetur en þangað hóf Icelandair áætlunarflug fyrir tveimur árum síðan. Þar með hefur framboð á flugi hingað til Flórída dregist verulega saman því þarsíðasta vetur flaug WOW air til Miami.

Í janúar 2018 voru til að mynda farnar samtals 36 áætlunarferðir héðan til Orlando, Tampa og Miami á Flórídaskaganum. Næstkomandi janúar verða þær 26 og allar til Orlando.