Fimm þúsund færri flugu innanlands

Ekki hafa jafn fáir farið um innanlandsflugvellina í maí síðustu fimm ár.

flugvel innanlands isavia
Mynd: Isavia

Rétt um 63 þúsund farþegar flugu til og frá innanlandsflugvöllum landsins í maí. Leita þarf aftur til maí árið 2014 til að finna jafn fáa farþega í innanlandsflugi á þessum tíma árs. Hlutfallslega fækkaði farþegum mest í síðasta mánuði á Egilsstöðum og á Reykjavíkuflugvelli á meðan farþegum á Akureyrarflugvelli fjölgaði um samtals 43.

Það sem af er ári hefur farþegum á innanlandsflugvöllunum fækkað um nærri tólf af hundraði en hafa ber í huga að farþegar sem nýttu sem millilandaflug frá Akureyri til Bretlands eru meðtaldir.