Fram­kvæmda­stjóra­skipti við upphaf sölu­ferlis

Hörður Gunnarsson lætur af starfi sem framkvæmdastjóri Iceland Travel. Ferðaskrifstofan verður seld út úr Icelandair Group.

Iceland Travel sem er einn umsvifamesta ferðaskrifstofa landsins þegar kemur að skipulagningu Íslandsferða verður sett á sölu í haust. Skjámynd: Iceland Travel

Björn Víglundsson hefur verið ráðinn fram­kvæmda­stjóri Iceland Travel, dótt­ur­fé­lags Icelandair Group. Hörður Gunn­arsson sem leitt hefur félagið í tæpan áratug lætur af störfum. Þetta kemur fram í tilkynn­ingu. Þar kemur jafn­framt fram að gert sé ráð fyrir að sölu­ferli á Iceland Travel hefjist á haust­mán­uðum en rekstur ferða­skrif­stof­unnar hefur verið erfiður undan­farið vegna áfram­hald­andi samdráttar líkt og kom á afkomufundi Icelandair Group í vor.

„Það er ánægju­legt að fá Björn Víglundsson til starfa en hann hefur áratuga reynslu af stjórnun markaðs- og sölu­mála og er því vel í stakk búinn til að takast á við þær áskor­anir og tæki­færi sem Iceland Travel stendur frammi fyrir með því góða fólki sem þar starfar,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair í tilkynn­ingu. „Mig langar jafn­framt að þakka Herði Gunn­ars­syni fyrir vel unnin störf og framlag til félagsins en hann hefur byggt Iceland Travel upp farsæl­lega síðast­liðinn áratug.“ Hörður mun verða félaginu til ráðgjafar næstu mánuði.

Iceland Travel er annað dótt­ur­fé­lagið sem Icelandair Group setur á sölu á skömmum tíma. Fyrir tæpu ári síðan hófst sölu­ferli á hótel­fyr­ir­tæki samsteyp­unnar en það hefur dregist á langinn en stefnt er að því að klára söluna fyrir lok þessa mánaðar.