Hvetja ferðamenn til að drekka kranavatn

Markmiðið með nýrri herferð Inspired by Iceland er að fá fleiri til að drekka kranavatn ferðamenn hvattir til að draga úr plastnotkun með því að velja kranavatn.

Bareigandinn, danskennarinn og ljósmyndarinn George Leite hefur mikla reynslu af því að skenkja fólki svalandi drykki. Mynd. Inspired by Iceland

Ferðamenn eru hvattir til þess að draga úr plastnotkun og drekka kranavatn á ferð sinni um landið í nýrri markaðsherferð undir merkjum Inspired by Iceland í samstarfi við Umhverfisstofnun og hagaðila. Í herferðinni er lögð áhersla á að kynna íslenska vatnið sem lúxusvöru undir heitinu „Kranavatn” sem finna má ókeypis í næsta krana um allt land samkvæmt því sem segir í tilkynningu.

Þar segir jafnframt að markmiðið sé að draga úr óþarfa plastnotkun ferðamanna og vekja um leið athygli á gæðum íslenska vatnsins sem er eitt hreinasta og bragðbesta kranavatn í heimi. „Það er ánægjulegt að geta boðið erlendum ferðamönnum sem koma til Íslands upp á þá lúxusvöru sem íslenska vatnið okkar er og vekja athygli á því hve aðgengilegt það er. Við tökum á móti rúmlega tveimur milljónum ferðamanna til Íslands á ári og margir þekkja ekki gæði kranavatnsins. Það er til mikils að vinna að efla þekkingu á því og stuðla þannig að minni plastneyslu ferðamanna hér á landi,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála, iðnaðar og nýsköpunarráðherra.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.