Írar ánægð­astir á Íslandi

Íslandsdvölin fær hæstu einkunn hjá þeim ferðamönnum sem hingað komu frá Írlandi. Verðlagið hér á landi fær líka jákvæðari umsögn en í fyrra.

Mynd: Guus Baggermans / Unsplash

Ferða­manna­púlsinn mældist í 84,6 stigum af 100 mögu­legum í apríl sem er hækkun um eitt stig frá sama tíma í fyrra. Ferða­manna­púlsinn er metinn út frá fimm undir­þáttum: heild­ar­ánægju með ferðina, líkum á að mæla með Íslandi sem áfanga­stað, skynjun á gest­risni Íslend­inga, hvort að ferðin hafi uppfyllt vænt­ingar og hvort að ferðin hafi verið pening­anna virði.

Í frétt á vef Gallup segir að þegar ferða­manna­púlsinn er skoð­aður eftir þjóð­erni helstu ferða­manna­hópa megi sjá að ferða­menn frá Írlandi gáfu hæstu einkunn eða 89,2 stig. Ferða­menn frá Portúgal, Þýskalandi, Ítalíu og Ástr­alíu voru einnig meðal þeirra ferða­manna sem voru ánægð­astir með Íslands­ferðina í apríl.

„Stærsta breyt­ingin frá sama tíma í fyrra er á því hvort ferða­menn upplifi að ferðin hafi verið pening­anna virði, en sá undir­þáttur fékk einkunnina 81,1 sem er nærri fjórum stigum hærra en í apríl í fyrra þegar einkunnin var 77,3 stig,” segir í frétt Gallup. Þar kemur jafn­framt fram að þættir eins og líkur á meðmælum, gest­risni og uppfylling vænt­inga hafi mælst ívið hærri í ár en heild­ar­ánægjan var þó lægri.