Samfélagsmiðlar

Lægra herbergjaverð en hærri gistitekjur

Nýting á hótelum Icelandair jókst umtalsvert í maí þrátt fyrir samdrátt í fjölda ferðamanna. Skrifast þetta helst á fleiri ráðstefnu- og hvataferðahópa. „Við þurfum einfaldlega að sjá sóknarfæri í fækkun ferðamanna," segir Hildur Ómarsdóttir hjá Icelandair hótelunum.

Gistinóttum á Icelandair hótelunum fjölgaði um 31 prósent í maí. Ferðafólki fækkaði hins vegar um 24 prósent.

Þó erlendu ferðafólki hér á landi hafi fækkað um nærri fjórðung í maí þá jókst herbergjanýtingin á hótelum Icelandair umtalsvert í mánuðinum eða úr 73 prósentum í 83 prósent. Þetta mátti sjá í mánaðarlegum flutningatölum Icelandair Group sem birtar voru fyrir helgi og vakti þessi aukna nýting athygli meðal fagfólks í ferðaþjónustu. Þróunin var nefnilega önnur á mörgum öðrum hótelum samkvæmt viðmælendum Túrista.

„Það er rétt að við náðum góðri nýtingu í maímánuði hjá Icelandair hótelum. Sérstaklega fyrir tilstillan aukningar í ráðstefnu- og hvataferðahópum. Verðlagning hótelanna er í höndum tekjustýringar sem lagar verð að framboði og eftirspurn hverju sinni. Þannig lækkaði meðalverð í maí mánuði hjá okkur um 6 prósent miðað við maí í fyrra en gistitekjur hækkuðu engu að síður um 8 prósent, sem er einstaklega ánægjulegur árangur í harðnandi umhverfi,“ segir Hildur Ómarsdóttir, forstöðumanns þróunar- og markaðssviðs Icelandair hótelanna, í svari til Túrista.

Hún segir fjölgun gesta í ráðstefnu- og hvataferðum vera í takt við stefnu fyrirtækisins um fleiri betur borgandi ferðamenn. Þetta séu hópar sem dvelja lengur, greiða hærra gistiverð og nýta sér aðra þjónustu t.d. fundaraðstöðu, veitingastaði og afþreyingu.

Herbergjanýtingin jókst ekki aðeins á Icelandair hótelunjum í Reykjavík heldur líka á landsbyggðinni og samtals var söluaukningin í gistinóttum talið nærri þriðjungur í maí. „Viðskiptin koma ýmist beint til okkar erlendis frá og mikið til í gegnum öfluga sölukanala Hilton Worldwide, en þrjú af sex hótelum í Reykjavík eru með sérleyfi á notkun vörumerkjanna þeirra,“ segir Hildur.

Stóran hluta af fækkun ferðamanna í maí má rekja til falls WOW air en félagið stóð til að mynda fyrir nærri átta hundruð áætlunarferðum til landsins í maí í fyrra. Hildur segir hins vegar að fram til þessa hafi brotthvarf flugfélagsins ekki haft teljandi áhrif á eftirspurn eða nýtingu hjá Icelandair hótelunum. „Við tökum engu að síður undir eftirsjá af flugfélaginu á markaði.“

Hildur segir góðan gang í bókunum um þessar mundir og horfur góðar fyrir komandi sumarvertíð. „Fyrirséður aukinn samdráttur í flugi til landsins í haust er hinsvegar áhyggjuefni fyrir komandi vetur,“ segir Hildur og segir mikilvægt að hagsmunaðilar snúi bökum saman nú þegar harðnar á dalnum. Það verði til dæmis gert, að hennar mati, með mótun markvissar stefnu um uppbyggingu áfangastaðarins og í framhaldinu markaðssetningu með samhljómi við setta stefnu. „Við þurfum einfaldlega að sjá sóknarfæri í fækkun ferðamanna til landsins og leita leiða til að hámarka viðskiptin með því að sækja markvisst á nýja markhópa og standa undir væntingum þeirra.“

Söluferli Icelandair hótelanna sem hófst síðastliðið sumar hefur dregist á langinn en áformað er að ljúka því í síðasta lagi í lok þessa mánaðar. Icelandair mun þó áfram eiga fimmtungshlut í fyrirtækinu samkvæmt því sem fram kom í tilkynningu frá fyrirtækinu í vor.

Nýtt efni

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …