Nærri helmingi færri skiptifarþegar

Veruleg breyting hefur orðið á skiptingu farþega í Leifsstöð.

Mynd: Isavia

Fjölgun tengifarþega á Keflavíkurflugvelli var sögð marka kaflaskil í íslenskri flugsögu á opnum fundi Isavia í lok árs 2017. Þessi farþegahópur stækkaði líka umtalsvert í fyrra en nú er þróunin allt önnur. Skiptifarþegunum fækkaði nefnilega um 46 prósent í maí á meðan samdrátturinn var nokkru minni í fjölda komu- og brottfararfarþega.

Meginskýringi á þessari niðursveiflu liggur í brotthvarfi WOW air og þeirri staðreynd að fókusinn hjá Icelandair er nú helst á farþega á leið til Íslands. Í stað þeirra sem nýta ferðir félagsins til að fljúga milli Evrópu og Norður-Ameríku með stuttu stoppi hér á landi.

Og meðan Icelandair er eina flugfélagið sem notar Keflavíkurflugvöll sem heimahöfn þá er ólíklegt að fjöldi tengifarþega nái fyrri hæðum á næstu árum. Kaflinn um vöxt tengifarþega verður því ósennilega lengri að þessu sinni.