Samfélagsmiðlar

Sala á utanlandsferðum góð þrátt fyrir gott veður

Ný farþegaspá Isavia gerir ráð fyrir að færri Íslendingar ferðist til útlanda í ár sem skrifast væntanlega á minna framboð á flugsætum. Hið ljúfa veður nú í sumarbyrjun virðist þó ekki hafa dregið úr eftirspurninni eftir ferðum út í heim.

grikkland strond Alex Blajan

Í sumarbyrjun í fyrra var talað um að landsmenn væru farnir að hamstra sólarlandaferðir enda var veðrið þá, sérstaklega suðvestanlands, ekki sumarlegt. Núna er annað upp á teningnum en eftirspurn eftir utanlandsferðum er engu að síður áfram mikil. „Salan er góð og erfitt að segja hvort gott eða slæmt sumarveður ýti frekar undir ferðalög til útlanda,” segir Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrval-Útsýn, í samtali við Túrista. 

Stóri munurinn á stöðunni núna og fyrir ári síðan er hins vegar sá að nú er WOW air horfið af markaðnum og framboðið hefur því dregist saman. Það á til að mynda um beint flug til Tenerife og segir Þórunn að ferðaskrifstofan aðstoði fólki líka að finna hentug tengiflug til eyjunnar vinsælu. Hún bendir líka á að pakkaferðirnar til Kanarí séu oft hagstæðari en þegar farið er til Tenerife. „Þó sólin þar sé sú sama og á Tenerife,” bætir Þórunn við.

Að hennar mati er fólk jafnframt farið að leita meira eftir aðstoð við að skipuleggja ferðalög „Ég held að fólk sé að nota ferðaskrifstofur í auknum mæli og sækja í ráðgjöf fagfólks enda kosta ferðalög oft háar upphæðir. Og þegar margir eru að ferðast saman verður bókunarferlið flóknara. ” Hún bætir því við að það sé líka visst öryggisatriði að bóka í gegnum innlent fyrirtæki í stað þess að fara í gegnum erlenda sölusíðu sem erfitt getur verið að ná í ef eitthvað út af ber.

Með WOW air fór umtalsverður hluti af framboði á flugi frá landinu og segir Þórunn sjá að lausu sætunum til Evrópu hafi fækkað. „Við leggjum því áherslu á að fólk bóki í tíma og hugi að haustferðum fljótlega til að fá hagstæðari kjör.” Hún segir bókanir á vetrarferðum líka komnar á skrið. „Við erum komin með Kanarí, Tenerife og Alicante í sölu fram í mars á næsta ári. Það er nýtt hjá okkur að bjóða upp á Alicante yfir veturinn en sá staður er mjög spennandi kostur fyrir kylfinga á þessum tíma árs.“

Nýtt efni

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …