Samfélagsmiðlar

Sala á utanlandsferðum góð þrátt fyrir gott veður

Ný farþegaspá Isavia gerir ráð fyrir að færri Íslendingar ferðist til útlanda í ár sem skrifast væntanlega á minna framboð á flugsætum. Hið ljúfa veður nú í sumarbyrjun virðist þó ekki hafa dregið úr eftirspurninni eftir ferðum út í heim.

grikkland strond Alex Blajan

Í sumarbyrjun í fyrra var talað um að landsmenn væru farnir að hamstra sólarlandaferðir enda var veðrið þá, sérstaklega suðvestanlands, ekki sumarlegt. Núna er annað upp á teningnum en eftirspurn eftir utanlandsferðum er engu að síður áfram mikil. „Salan er góð og erfitt að segja hvort gott eða slæmt sumarveður ýti frekar undir ferðalög til útlanda,” segir Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrval-Útsýn, í samtali við Túrista. 

Stóri munurinn á stöðunni núna og fyrir ári síðan er hins vegar sá að nú er WOW air horfið af markaðnum og framboðið hefur því dregist saman. Það á til að mynda um beint flug til Tenerife og segir Þórunn að ferðaskrifstofan aðstoði fólki líka að finna hentug tengiflug til eyjunnar vinsælu. Hún bendir líka á að pakkaferðirnar til Kanarí séu oft hagstæðari en þegar farið er til Tenerife. „Þó sólin þar sé sú sama og á Tenerife,” bætir Þórunn við.

Að hennar mati er fólk jafnframt farið að leita meira eftir aðstoð við að skipuleggja ferðalög „Ég held að fólk sé að nota ferðaskrifstofur í auknum mæli og sækja í ráðgjöf fagfólks enda kosta ferðalög oft háar upphæðir. Og þegar margir eru að ferðast saman verður bókunarferlið flóknara. ” Hún bætir því við að það sé líka visst öryggisatriði að bóka í gegnum innlent fyrirtæki í stað þess að fara í gegnum erlenda sölusíðu sem erfitt getur verið að ná í ef eitthvað út af ber.

Með WOW air fór umtalsverður hluti af framboði á flugi frá landinu og segir Þórunn sjá að lausu sætunum til Evrópu hafi fækkað. „Við leggjum því áherslu á að fólk bóki í tíma og hugi að haustferðum fljótlega til að fá hagstæðari kjör.” Hún segir bókanir á vetrarferðum líka komnar á skrið. „Við erum komin með Kanarí, Tenerife og Alicante í sölu fram í mars á næsta ári. Það er nýtt hjá okkur að bjóða upp á Alicante yfir veturinn en sá staður er mjög spennandi kostur fyrir kylfinga á þessum tíma árs.“

Nýtt efni

Faxaflóahafnir héldu vorfund sinn fyrir helgi til að kynna fyrirtækjum í ferðaþjónustu skipulag sumarsins við móttöku skemmtiferðaskipa, sem tekur mið af því raski sem verður vegna byggingar farþegamiðstöðvar Faxaflóahafna. Þeim framkvæmdum á að ljúka að tveimur árum liðnum, eins og FF7 greindi nýverið frá. Fram kom á fundinum að gert er ráð fyrir rúmlega 308 …

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …