Staðfesta að opnun Edition hótelsins dragist á langinn

Forsvarsmenn hótelsins sem nú rís við Hörpu gera sér vonir um taka á móti fyrstu gestunum næsta vor.

Útlit Marriott Edition hótelsins samkæmt teikningu. SKJÁMYND: CARPENTER & COMPANY

Ef allt hefði gengið samkvæmt áætlun þá hefði Marriott Edition hótelið við Hörpu nú verið í reksti í eitt ár. Vígslu hótelsins var hins vegar seinkað til ársins í ár en líkt og Túristi hafði eftir talsmönnum hótelkeðjunnar í vor þá var ekki víst að það myndi takast að opna hótel í byrjun næsta vetrar. Í Fréttablaðinu í dag staðfestir Richard L. Friedman, aðaleigandi hótelbyggingarinnar og framkvæmdastjóri Marriott Edition, Daniel Flannery, að hótelið opni í fyrsta lagi næsta vor. Það yrði þá tveimur árum síðar en upphaflega stóð til að taka þetta fimm stjörnu hótel í notkun. Á heimasíðu Marriott Edition segir þó ennþá að gert sé ráð fyrir að hótelið í Reykjavík opni í ár.

Fréttablaðið birti einnig viðtal við þá Friedman og Flannery fyrir nákvæmlega ári síðan og þá sögðu þeir að samstarfssamningur Edition og húseigenda næði til þrjátíu ára. Í viðtali dagsins segir hins vegar að um hálfrar aldrar leigusamning sé að ræða en ekki kemur fram hver ástæða framlengingarinnar er. Önnur breyting sem hefur átt sér stað síðastliðið ár er veiking krónunnar. Hún hafði nefnilega styrkst verulega gagnvart bandarískum dollara frá því að kostnaðaráætlunin var fyrst gerð þegar gengið var um 130 dollarar. Þar með hafði kostnaður við verkefnið aukist verulegu fyrir hina bandarísku fjárfesta líkt og greint var frá í Fréttablaðsviðtalinu í fyrra. Í dag er gengi krónu gagnvart dollara um 124 krónur.