Samfélagsmiðlar

Telja stefna í offramboð á flugi Tenerife

Það verða sæti fyrir um þrettán hundruð farþega í þotum Norwegian sem munu fljúga milli Íslands og Kanaríeyja í vetur. Forsvarsfólk stærstu ferðaskrifstofa landsins telur ekki vera markað fyrir svona mörg sæti.

Frá sundlaugarbakka á Tenerife.

Norska lággjaldaflugfélagið Norwegian tilkynnti í þarsíðustu viku að í vetur myndu þotur félagsins fljúga alla daga vikunnar milli Íslands og Kanaríeyja. Til Tenerife verður farnar fimm ferðir í viku og tvær til Las Palmas. Flugfélagið notar 186 sæta Boeing þotur í þessar ferðir og þar með sæti fyrir 372 farþega í viku hverri til Las Palmas á Gran Canaria og ríflega níu hundruð sæti til Tenerife.

Norwegian hefur verið stórtækt í Spánarflugi héðan síðustu tvö ár og boðið upp á áætlunarferðir til Madríd, Barcelona og Alicante. Og ljóst var að í vetur myndi flugfélagið ferja viðskiptavini Heimsferða til Kanaríeyja. Nokkrum dögum fyrir fall WOW air þá tilkynnti Heimsferðir nefnilega að samningar hefðu náðst við Norwegian um eina vikulega ferð til Tenerife og aðra til Las Palmas í vetur. Ætlunin var að þotan og áhöfnin, sem sjá átti um flugið, myndi koma frá Kaupmannahöfn. Nú er hins vegar ljóst að Norwegian ætlar sér sjálft stóra hluti á íslenska sólarlandamarkaðnum og hefur talskona félagsins staðfest að þotan og áhöfnin komi hingað beint frá Spáni en ekki Danmörku.

Aðspurður um þessar miklu vendingar þá segir Tómas J. Gestsson, forstjóri Heimaferða, að það hafi einfaldlega verið hagkvæmara fyrir Norwegian að flytja vél frá Kanaríeyjum en frá Kaupmannahöfn. „Við gerðum samning um tvö flug í viku, sem er hæfilegt magn sæta fyrir Heimsferðir og þeir standa við þann samning.“ Varðandi allar hinar fjórar brottfarirnar til Tenerife, og þá samkeppni sem Norwegian mun óhjákvæmlega veita Heimsferðum, þá segir Tómas að það sé ekki ferðaskrifstofunnar að ákveða hvert Norwegian fljúgi. „Það mun svo koma í ljós hvort það sé markaður fyrir svo mörg flug til Tenerife, við teljum svo ekki vera, enda eru Norwegian þekktir fyrir að breyta sínum flugáætlunum ef flug seljast ekki sem skyldi.“

Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrval-Útsýn, er hins vegar ekki á því að Norwegian felli niður flug þó félagið hafi vissulega hætt með áfangastaði frá Keflavíkurflugvelli. „Það hafa önnur flugfélög líka gert og það gæti vissulega líka gerst með Kanaríflugið,“ bætir Þórunn við. Hún staðfestir að Úrval-Útsýn muni kaupa sæti hjá Norwegian fyrir þá farþega sem það kjósa enda selji ferðaskrifstofan flug með öllum þeim flugfélögum sem fljúga frá Keflavíkurflugvelli.

Að mati Þórunnar er framboðið hjá Norwegian í vetur þó gríðarlegt og sennilega of mikið. „Norwegian hlýtur að hafa stúderað markaðinn vel því varla er ætlunin að fljúga tómum þotum. Okkar reynsla hefur verið sú að til Tenerife og Las Palmas hefur, á ákveðnum tímabilum, verið of mikið af sætum. Aðspurð um hvort það gæti komið til verðstríðs í sólarlandaflugi í vetur þá segir Þórunn að það eigi eftir að koma í ljós því sala flugsæta sé rétt að hefjast. „Við erum ferðaskrifstofa og erum sífellt að skoða verðlagninguna og hömrum á betri kjörum, bæði hjá Norwegian og Icelandair, fyrir viðskiptavini okkar.“

Úrval-Útsýn hefur undanfarin misseri verið með umtalsverðan hluta af sætunum í þotum Icelandair sem fljúga fyrir systurfyrirtækið Vita til Spánar. Stjórnendur Icelandair boðuðu strax í kjölfar gjaldþrots WOW air að þeir ætluðu sér stóra hluti í flugi til Suður-Evrópu í samstarfi við Vita. Nú nærri þremur mánuðum síðar hefur hulunni ekki ennþá verið svipt af þessum áætlunum og það kann að vera ein af skýringum þess að Norwegian beið ekki boðanna líkt og Túristi fjallaði um í síðustu viku.

Samkvæmt talningu Túrista verða farnar 29 ferðir héðan til Tenerife í janúar á næsta ári en þær voru 25 í janúar í ár. Í þeim mánuði fjölgar brottförunum til Kanarí úr 12 í 13. Þess ber að geta að þó Norwegian ætli fimm ferðir til Tenerife í viku þá selur flugfélagið aðeins sæti í fjórar því sú fimmta virðist frátekin fyrir farþega Heimsferða eins og staðan er í dag.

Nýtt efni
Veitingaþjónusta

Íslenskt atvinnulíf er mjög háð aðfluttu vinnuafli. Það á ekki síst við um ferðaþjónustuna. Umsvif hennar væru mun minni ef ekki kæmu hingað útlendingar þúsundum saman til starfa á ári hverju. Samkvæmt Hagstofunni voru 35.233 starfandi í einkennandi greinum ferðaþjónustu á Íslandi í júní 2023. Þar af voru um 15.500 útlendingar.  Heildartalan yfir þá sem …

Öll þau nándarhöft sem lögð voru á íþróttamenn á Ólympíuleikunum í Tókýó árið 2021 verða afnumin þegar ólympíuleikarnir í París hefjast í sumar. Í Tókýó var farið fram á það við afreksfólkið sem tók þátt í leikunum að það forðaðist alla óþarfa nánd og snertingu til að koma í veg fyrir Covid-smit.  Ólympíuleikarnir og Ólympíumót …

Áætlunarflug milli Akureyrar og London hófst í lok október og síðan þá hafa þotur Easyjet flogið þessa leið tvisvar í viku en engin talning fer fram á fjölda ferðamanna á Akureyrarflugvelli öfugt við það sem tíðkast á Keflavíkurflugvelli. Til að meta fjölda breskra ferðamanna í beina fluginu þarf því að styðjast við gistináttatölur Hagstofunnar en …

Frakkar fjölmenna til Íslands allt árið um kring og í fyrra flugu frá Keflavíkurflugvelli 99 þúsund farþegar með franskt vegabréf. Það jafngildir því að fimm af hverjum 100 ferðamönnum hér á landi séu franskir enda eru flugsamgöngur milli Íslands og Parísar tíðar og stefnir í að þeir verði óvenju miklar næsta vetur. Það eru því …

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …