Samfélagsmiðlar

Telja stefna í offramboð á flugi Tenerife

Það verða sæti fyrir um þrettán hundruð farþega í þotum Norwegian sem munu fljúga milli Íslands og Kanaríeyja í vetur. Forsvarsfólk stærstu ferðaskrifstofa landsins telur ekki vera markað fyrir svona mörg sæti.

Frá sundlaugarbakka á Tenerife.

Norska lággjaldaflugfélagið Norwegian tilkynnti í þarsíðustu viku að í vetur myndu þotur félagsins fljúga alla daga vikunnar milli Íslands og Kanaríeyja. Til Tenerife verður farnar fimm ferðir í viku og tvær til Las Palmas. Flugfélagið notar 186 sæta Boeing þotur í þessar ferðir og þar með sæti fyrir 372 farþega í viku hverri til Las Palmas á Gran Canaria og ríflega níu hundruð sæti til Tenerife.

Norwegian hefur verið stórtækt í Spánarflugi héðan síðustu tvö ár og boðið upp á áætlunarferðir til Madríd, Barcelona og Alicante. Og ljóst var að í vetur myndi flugfélagið ferja viðskiptavini Heimsferða til Kanaríeyja. Nokkrum dögum fyrir fall WOW air þá tilkynnti Heimsferðir nefnilega að samningar hefðu náðst við Norwegian um eina vikulega ferð til Tenerife og aðra til Las Palmas í vetur. Ætlunin var að þotan og áhöfnin, sem sjá átti um flugið, myndi koma frá Kaupmannahöfn. Nú er hins vegar ljóst að Norwegian ætlar sér sjálft stóra hluti á íslenska sólarlandamarkaðnum og hefur talskona félagsins staðfest að þotan og áhöfnin komi hingað beint frá Spáni en ekki Danmörku.

Aðspurður um þessar miklu vendingar þá segir Tómas J. Gestsson, forstjóri Heimaferða, að það hafi einfaldlega verið hagkvæmara fyrir Norwegian að flytja vél frá Kanaríeyjum en frá Kaupmannahöfn. „Við gerðum samning um tvö flug í viku, sem er hæfilegt magn sæta fyrir Heimsferðir og þeir standa við þann samning.“ Varðandi allar hinar fjórar brottfarirnar til Tenerife, og þá samkeppni sem Norwegian mun óhjákvæmlega veita Heimsferðum, þá segir Tómas að það sé ekki ferðaskrifstofunnar að ákveða hvert Norwegian fljúgi. „Það mun svo koma í ljós hvort það sé markaður fyrir svo mörg flug til Tenerife, við teljum svo ekki vera, enda eru Norwegian þekktir fyrir að breyta sínum flugáætlunum ef flug seljast ekki sem skyldi.“

Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrval-Útsýn, er hins vegar ekki á því að Norwegian felli niður flug þó félagið hafi vissulega hætt með áfangastaði frá Keflavíkurflugvelli. „Það hafa önnur flugfélög líka gert og það gæti vissulega líka gerst með Kanaríflugið,“ bætir Þórunn við. Hún staðfestir að Úrval-Útsýn muni kaupa sæti hjá Norwegian fyrir þá farþega sem það kjósa enda selji ferðaskrifstofan flug með öllum þeim flugfélögum sem fljúga frá Keflavíkurflugvelli.

Að mati Þórunnar er framboðið hjá Norwegian í vetur þó gríðarlegt og sennilega of mikið. „Norwegian hlýtur að hafa stúderað markaðinn vel því varla er ætlunin að fljúga tómum þotum. Okkar reynsla hefur verið sú að til Tenerife og Las Palmas hefur, á ákveðnum tímabilum, verið of mikið af sætum. Aðspurð um hvort það gæti komið til verðstríðs í sólarlandaflugi í vetur þá segir Þórunn að það eigi eftir að koma í ljós því sala flugsæta sé rétt að hefjast. „Við erum ferðaskrifstofa og erum sífellt að skoða verðlagninguna og hömrum á betri kjörum, bæði hjá Norwegian og Icelandair, fyrir viðskiptavini okkar.“

Úrval-Útsýn hefur undanfarin misseri verið með umtalsverðan hluta af sætunum í þotum Icelandair sem fljúga fyrir systurfyrirtækið Vita til Spánar. Stjórnendur Icelandair boðuðu strax í kjölfar gjaldþrots WOW air að þeir ætluðu sér stóra hluti í flugi til Suður-Evrópu í samstarfi við Vita. Nú nærri þremur mánuðum síðar hefur hulunni ekki ennþá verið svipt af þessum áætlunum og það kann að vera ein af skýringum þess að Norwegian beið ekki boðanna líkt og Túristi fjallaði um í síðustu viku.

Samkvæmt talningu Túrista verða farnar 29 ferðir héðan til Tenerife í janúar á næsta ári en þær voru 25 í janúar í ár. Í þeim mánuði fjölgar brottförunum til Kanarí úr 12 í 13. Þess ber að geta að þó Norwegian ætli fimm ferðir til Tenerife í viku þá selur flugfélagið aðeins sæti í fjórar því sú fimmta virðist frátekin fyrir farþega Heimsferða eins og staðan er í dag.

Nýtt efni

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …