Samfélagsmiðlar

Vilja að áhafnir Icelandair séu á íslenskum samningum

Forstjóra Icelandair Group hugnast ekki að ráða starfsfólk á lakari kjörum út í heimi. Hann segir þó mikilvægt að tryggja samkeppnishæfni félagsins og það sé staðreynd að kjarasamningar keppinauta séu oft hagstæðari en Icelandair býðst. Jafnvel þó um hafi verið að ræða annan íslenskan flugrekanda.

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group.

„Almennt séð horfum við til þess að við erum íslenskt félag og að áhafnir borgi skatta og skyldur á Íslandi,” segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, aðspurður um hvort kjarasamningar leyfi félaginu að leigja eða ráða flugliða erlendis frá líkt og sumir keppinautar gera. Þannig geta stjórnendur skandinavíska flugfélagsins SAS nýtt erlendar áhafnir og leiguflugfélög upp að vissu marki. Það starfsfólk nýtur til dæmis ekki sambærilegra lífeyrisréttinda og fastráðnir skandinavískir starfsmenn.

Í nýafstaðinni kjaradeilu flugmanna SAS var meðal annars deilt um þessa heimild því yfirmenn flugfélagsins sóttust eftir að auka kvótann. Og þá aðallega til að geta nýtt betur hið nýja dótturfélag á Írlandi sem sinnir hluta af áætlunarflugi SAS frá Spáni og Bretlandi til Skandinavíu. Hjá finnska flugfélaginu Finnair, sem er stórtækt í flugi til Asíu, er þónokkur hluti áhafnarmeðlima með erlenda starfssamninga.

Þessi rótgrónu norrænu flugfélög, sem að hluta til eru í opinberri eigu, leita því ekki aðeins eftir heimafólki til starfa. Þetta er að hluta til í anda þess sem Skúli Mogensen, fyrrum forstjóri WOW air, hélt fram í vikunni. Að hans mati er mikilvægt fyrir íslenskt flugfélag að vera með hluta af starfsfólkinu á erlendum ráðningasamningum.

Þetta fyrirkomulag höfðar þó ekki til forstjóra Icelandair sem ítrekar að markmiðið sé að starfsfólk Icelandair borgi skatta og skyldur á Íslandi. Hann segir það þó staðreynd að tryggja verði og styrkja samkeppnishæfni félagsins. Bogi nefnir sem dæmi að hluti áhafna WOW air hafi verið með umtalsvert lægri laun en þeir starfsmenn Icelandair sem þó voru í sama stéttarfélagi. Eins verði að horfa til þess að eftir brotthvarf WOW air þá er Wizz Air nú næst umsvifamesta flugfélagið á Keflavíkurflugvelli en það gerir nær eingöngu út frá Austur-Evrópu þar sem kjör eru mun lakari en hér á landi.

„Flugrekstur frá Íslandi er krefjandi, meðal annars vegna þess hversu hár launakostnaður er. Eitt mikilvægasta verkefnið í starfsmannamálum Icelandair er að auka nýtingu áhafna. Hún er of lág miðað við flesta samkeppnisaðila og mörg tækifæri eru til staðar til að gera betur án þess að auka álag mikið. Það er jafnframt mikil árstíðasveifla í rekstri okkar og við þurfum að lækka launakostnað félagsins á heilsársgrunni. Í góðu samstarfi við stéttarfélögin verðum við að búa til aukinn sveigjanleika í kerfið,” segir forstjóri Icelandair.

Hann segir gott samstarf við stéttarfélög flugstétta vera forsendu þess að Icelandair hafi undanfarið getað leigt flugvélar tímabundið, ásamt áhöfnum, til að fylla það skarð sem kyrrsetning Boeing MAX þotanna hefur valdið í sumaráætluninni.

En líkt og Túristi greindi frá í byrjun vikunnar þá á félagið von á sinni fyrstu Airbus leiguvél innan skamms. Bogi staðfestir að gengið hafi verið frá leigusamningi í gær og um sé að ræða 150 sæta Airbus A319 þotu sem mönnuð verður erlendri áhöfn en með fulltrúa frá Icelandair um borð. „Þessi ráðstöfun er gerð í góðri sátt við stéttarfélög,” segir Bogi í lokin. Airbus þotan verður nýtt í áætlunarflug Icelandair frá 20. júní og út ágúst.

Nýtt efni

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …