Vinningshafinn í ferðaleik Iberia Express

Einn heppinn lesandi Túrista hlaut flugmiða fyrir tvo til Madríd í sumar.

iberia express madrid
Myndir: Iberia Express

Yfir sumarmánuðina fljúga þotur Iberia Express milli Íslands og höfuðborgar Spánar. Í júní og september eru ferðirnar tvær í viku en þrjár í júlí og ágúst.  Þá eru brottfarir frá Keflavíkurflugvelli rétt eftir miðnætti miðvikudaga, föstudaga og sunnudaga og svöruðu þessir langflestir rétt sem tóku þátt í ferðaleik Iberia Express hér á Túrista.

Það var svo nafn Aðalgerðar Guðlaugsdóttur sem kom upp úr hattinum þegar vinningshafinn var dreginn út og hlýtur hún að launum flugmiða fyrir tvo til Madríd í sumar með Iberia Express.

Túristi óskar Aðalgerði góðrar ferðar og þakkar öllum þeim sem tóku þátt.