39 þúsund færri ferða­menn

Samdrátturinn í fjölda túrista hér á landi í júní var aðeins minni en spá Isavia gerði ráð fyrir.

Mynd: Andrik Langfield / Unsplash

Banda­rískum ferða­mönnum fækkaði umtals­vert í júní og vægi þeirra hefur því lækkað þónokkuð. Í nýliðnum mánuði voru þrír af hverjum tíu ferða­mönnum hér á landi banda­rískir en á sama tíma í fyrra var hlut­fallið rétt um 39 prósent. Á sumrin eru Þjóð­verjar almennt næst fjöl­menn­astir í ferða­manna­flór­unni og í júní flugu héðan aðeins fleiri þýskir ferða­menn en í júní í fyrra. Aftur á móti fækkaði Bretum og Frökkum eins og sjá má á töfl­unni hér fyrir neðan.

Hlut­falls­lega fjölgaði lang­mest í hópi rúss­neskra ferða­manna sem skrifast líklega á fleiri áætl­un­ar­ferðir rúss­neska flug­fé­lagsins S7 til Íslands frá Moskvu. Félagið flaug viku­lega hingað síðast­liðið sumar en nú eru ferð­irnar tvær í viku.