39 þúsund færri ferðamenn

Samdrátturinn í fjölda túrista hér á landi í júní var aðeins minni en spá Isavia gerði ráð fyrir.

Mynd: Andrik Langfield / Unsplash

Bandarískum ferðamönnum fækkaði umtalsvert í júní og vægi þeirra hefur því lækkað þónokkuð. Í nýliðnum mánuði voru þrír af hverjum tíu ferðamönnum hér á landi bandarískir en á sama tíma í fyrra var hlutfallið rétt um 39 prósent. Á sumrin eru Þjóðverjar almennt næst fjölmennastir í ferðamannaflórunni og í júní flugu héðan aðeins fleiri þýskir ferðamenn en í júní í fyrra. Aftur á móti fækkaði Bretum og Frökkum eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan.

Hlutfallslega fjölgaði langmest í hópi rússneskra ferðamanna sem skrifast líklega á fleiri áætlunarferðir rússneska flugfélagsins S7 til Íslands frá Moskvu. Félagið flaug vikulega hingað síðastliðið sumar en nú eru ferðirnar tvær í viku.