Áfram samdráttur í innanlandsfluginu

Þeim fer fækkandi í hverjum mánuði sem fljúga milli landshluta.

flugvel innanlands isavia
Mynd: Isavia

Ef Keflavíkurflugvöllur er frátalinn þá fóru rétt um 341 þúsund farþegar um flugvelli landsins á fyrri helmingi ársins. Fækkunin frá sama tíma í fyrra nemur um 46 þúsund farþegum eða um 12 prósentum. Samdrátturinn í nýliðnum júní var hlutfallslega sá sami eða sem jafngildir 8.824 farþegum samkvæmt tölum Isavia.

Á Akureyrarflugvelli var fækkunin hlutfallslega minni en á hinum stöðunum og skrifast að hluta til á þá staðreynd að nú er í fyrsta sinn í boði áætlunarflug milli Akureyrar og Rotterdam í Hollandi. Þeir sem nýttu sér þetta millilandaflug hafa þá híft upp farþegatöluna en gera má ráð fyrir að rétt um eitt þúsund farþegar, af þeim 16 þúsund sem flugu til og frá Akureyri í júní, hafi verið setið í Boeing 737 þotunum sem fljúga til Hollands á þriðjudögum.

Bretlandsflugið frá Akureyri yfir vetrarmánuðina skýrir svo að einhverju leyti afhverju samdrátturinn fyrir norðan á fyrri helmingi ársins er mun en á hinum flugvöllunum, eða rétt um 6 prósent. Flutningur á Færeyjaflugi Atlantic Airways frá Reykjavík til Keflavíkurflugvallar í byrjun síðasta vetrar hefur á sama hátt neikvæð áhrif á þróunina á flugvellinum í Vatnsmýrinni.