Samfélagsmiðlar

Allt opið á Keflavíkurflugvelli fyrir nýtt flugfélag

Áform eru uppi um að stofna nýtt flugfélag sem byggir að einhverju leyti á grunni WOW air. Í dag eru komu- og brottfarartímar forverans á Keflavíkurflugvelli flestir ónýttir. Lán frá íslenskum banka mun vera ein af forsendum þess að verkefnið verði að veruleika.

Nú eru fimmtán vikur liðnar frá því að WOW air varð gjaldþrota og það skarð sem félagið skyldi eftir sig er að mestu ófyllt. Flugumferð frá Keflavíkurflugvelli hefur dregist verulega saman og helstu brottfarartímar WOW air á vellinum er ennþá lausir. Vonir sumra um að erlend flugfélög myndu auka Íslandsflug sitt í kjölfar falls WOW hafa ekki gengið eftir nema að litlu leyti. Delta og easyJet hafa meira að segja skorið niður áætlunarflug hingað í vetur.

Á sama tíma hafa stjórnendur Icelandair ekki getað nýtt sér þau tækifæri sem opnuðust með brotthvarfi helsta keppinautarins. Engir nýir áfangastaðir hafa verið kynntir og tíðni ferða til annarra staða óbreytt ef frá er talin ein aukaferð í viku til Alicante. Þvert á móti hefur Icelandair þurft að skera niður sumaráætlun sína vegna kyrrsetningar á Boeing MAX þotunum sem sett var á um miðjan mars. Ekki liggur fyrir hvenær flugvélarnar fá flugheimild á ný en í gær tilkynnti Icelandair að fella yrði niður ferðir fram í lok október vegna ástandsins. Þá lýkur sumaráætlun flugfélaganna formlega og um leið fækkar þotum erlendra flugfélaga við Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Hversu mikill samdrátturinn verður í fluginu í vetur liggur ekki fyrir en í byrjun næstu viku verða flugfélög að staðfesta umsóknir sínar um afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli frá lokum október og fram í enda mars. Sú vetraráætlun sem Isavia tilkynnir væntanlega í kjölfarið gæti þó tekið umtalsverðum breytingum því nú mun írskur fjárfestingasjóður, í félagi við tvo af fyrrum stjórnendum WOW air, sjá tækifæri í að stofna nýtt lággjaldaflugfélag hér á landi. Samkvæmt frétt Fréttablaðsins er ætlunin að reka sex flugvélar til að byrja með og fljúga til sextán áfangastaða bæði Norður-Ameríku og Evrópu. Til samanburðar bauð WOW air til sextán áfangastaða í álfunum tveimur í mars síðastliðnum. Ekki kemur fram hvaða áfangastaði nýtt flugfélag stefnir á en það gæti reynst torsótt að fá tíma á vinsælum flugvöllum eins og Amsterdam, Frankfurt, Gatwick og í New York.

Írski fjárfestingasjóðurinn, sem er í eigu eins af afkomendum stofnenda Ryanair flugfélagsins, hyggst leggja rúma fimm milljarða verkefnið gegn 75 prósent hlut í flugfélaginu. Fjórir Íslendingar, þar af tveir af fyrrverandi yfirmönnum WOW air, myndu eiga fjórðungs hlut á móti fjárfestingafélaginu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur  fjárfestahópurinn biðlað til að minnsta kosti tveggja banka, Arion banka og Landsbankans, um nærri fjögurra milljarða króna lán í eitt ár.

Arion banki hefur komið illa út úr lánveitingum til flugrekenda undanfarið og tapaði bankinn nokkrum milljörðum króna í vetur á gjaldþrotum Primera Air og WOW air. Hjá Landsbankunum tók Icelandair svo um 10 milljarða króna lán, til fimm ára, í mars síðastliðnum.

Að hinu nýja íslenska flugfélagi kemur ráðgjafafyrirtækið Irelandia Aviation sem er í eigu eins af stofnendum Ryanair flugfélagsins. Tengsl verkefnsisins við þetta stærsta lággjaldaflugfélag Evrópu eru því töluverð en Irelandia Aviation hefur líka komið að rekstri lággjaldaflugfélaga vestanhafs og í Asíu sem öll eru kennd við svokallaða últra lággjaldastefnu þar sem farþegar borga aukalega fyrir næstum allt nema farmiðann sjálfan. Á sama hátt eru verktakasamningar við flugliða algengir, þess háttar tíðkast til að mynda hjá Ryanair.

Skúli Mogensen, einn af stofnendum WOW og forstjóri þess, mun ekki koma að hinu nýja íslenska flugfélagi samkvæmt frétt RÚV. Skiptastjóri þrotabús WOW air sagði í samtali við Vísi í gær að búið væri að selja verðmætustu eignir flugfélagsins og kaupendur væru ekki þeir sem nú vinna að stofnun hins nýja flugfélags sem hlotið hefur vinnuheitið WAB.

Nýtt efni

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …