Samfélagsmiðlar

Allt opið á Keflavíkurflugvelli fyrir nýtt flugfélag

Áform eru uppi um að stofna nýtt flugfélag sem byggir að einhverju leyti á grunni WOW air. Í dag eru komu- og brottfarartímar forverans á Keflavíkurflugvelli flestir ónýttir. Lán frá íslenskum banka mun vera ein af forsendum þess að verkefnið verði að veruleika.

Nú eru fimmtán vikur liðnar frá því að WOW air varð gjaldþrota og það skarð sem félagið skyldi eftir sig er að mestu ófyllt. Flugumferð frá Keflavíkurflugvelli hefur dregist verulega saman og helstu brottfarartímar WOW air á vellinum er ennþá lausir. Vonir sumra um að erlend flugfélög myndu auka Íslandsflug sitt í kjölfar falls WOW hafa ekki gengið eftir nema að litlu leyti. Delta og easyJet hafa meira að segja skorið niður áætlunarflug hingað í vetur.

Á sama tíma hafa stjórnendur Icelandair ekki getað nýtt sér þau tækifæri sem opnuðust með brotthvarfi helsta keppinautarins. Engir nýir áfangastaðir hafa verið kynntir og tíðni ferða til annarra staða óbreytt ef frá er talin ein aukaferð í viku til Alicante. Þvert á móti hefur Icelandair þurft að skera niður sumaráætlun sína vegna kyrrsetningar á Boeing MAX þotunum sem sett var á um miðjan mars. Ekki liggur fyrir hvenær flugvélarnar fá flugheimild á ný en í gær tilkynnti Icelandair að fella yrði niður ferðir fram í lok október vegna ástandsins. Þá lýkur sumaráætlun flugfélaganna formlega og um leið fækkar þotum erlendra flugfélaga við Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Hversu mikill samdrátturinn verður í fluginu í vetur liggur ekki fyrir en í byrjun næstu viku verða flugfélög að staðfesta umsóknir sínar um afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli frá lokum október og fram í enda mars. Sú vetraráætlun sem Isavia tilkynnir væntanlega í kjölfarið gæti þó tekið umtalsverðum breytingum því nú mun írskur fjárfestingasjóður, í félagi við tvo af fyrrum stjórnendum WOW air, sjá tækifæri í að stofna nýtt lággjaldaflugfélag hér á landi. Samkvæmt frétt Fréttablaðsins er ætlunin að reka sex flugvélar til að byrja með og fljúga til sextán áfangastaða bæði Norður-Ameríku og Evrópu. Til samanburðar bauð WOW air til sextán áfangastaða í álfunum tveimur í mars síðastliðnum. Ekki kemur fram hvaða áfangastaði nýtt flugfélag stefnir á en það gæti reynst torsótt að fá tíma á vinsælum flugvöllum eins og Amsterdam, Frankfurt, Gatwick og í New York.

Írski fjárfestingasjóðurinn, sem er í eigu eins af afkomendum stofnenda Ryanair flugfélagsins, hyggst leggja rúma fimm milljarða verkefnið gegn 75 prósent hlut í flugfélaginu. Fjórir Íslendingar, þar af tveir af fyrrverandi yfirmönnum WOW air, myndu eiga fjórðungs hlut á móti fjárfestingafélaginu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur  fjárfestahópurinn biðlað til að minnsta kosti tveggja banka, Arion banka og Landsbankans, um nærri fjögurra milljarða króna lán í eitt ár.

Arion banki hefur komið illa út úr lánveitingum til flugrekenda undanfarið og tapaði bankinn nokkrum milljörðum króna í vetur á gjaldþrotum Primera Air og WOW air. Hjá Landsbankunum tók Icelandair svo um 10 milljarða króna lán, til fimm ára, í mars síðastliðnum.

Að hinu nýja íslenska flugfélagi kemur ráðgjafafyrirtækið Irelandia Aviation sem er í eigu eins af stofnendum Ryanair flugfélagsins. Tengsl verkefnsisins við þetta stærsta lággjaldaflugfélag Evrópu eru því töluverð en Irelandia Aviation hefur líka komið að rekstri lággjaldaflugfélaga vestanhafs og í Asíu sem öll eru kennd við svokallaða últra lággjaldastefnu þar sem farþegar borga aukalega fyrir næstum allt nema farmiðann sjálfan. Á sama hátt eru verktakasamningar við flugliða algengir, þess háttar tíðkast til að mynda hjá Ryanair.

Skúli Mogensen, einn af stofnendum WOW og forstjóri þess, mun ekki koma að hinu nýja íslenska flugfélagi samkvæmt frétt RÚV. Skiptastjóri þrotabús WOW air sagði í samtali við Vísi í gær að búið væri að selja verðmætustu eignir flugfélagsins og kaupendur væru ekki þeir sem nú vinna að stofnun hins nýja flugfélags sem hlotið hefur vinnuheitið WAB.

Nýtt efni

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …

Fyrir mánuði sendi Storytel frá sér fréttatilkynningu þar sem kynnt var ný þjónusta fyrir notendur. Brátt eiga hlustendur hljóðbóka möguleika á að velja nýjan lesara ef þeim líkar ekki innlesturinn. Valraddirnar eru allar skapaðar af vélmennum eða svokölluðum gervigreindarupplesurum.  Þetta nýja verkfæri Stoyrtel er tekið í gagnið vegna þess að 89 prósent af þeim sem …