Samfélagsmiðlar

Allt opið á Keflavíkurflugvelli fyrir nýtt flugfélag

Áform eru uppi um að stofna nýtt flugfélag sem byggir að einhverju leyti á grunni WOW air. Í dag eru komu- og brottfarartímar forverans á Keflavíkurflugvelli flestir ónýttir. Lán frá íslenskum banka mun vera ein af forsendum þess að verkefnið verði að veruleika.

Nú eru fimmtán vikur liðnar frá því að WOW air varð gjaldþrota og það skarð sem félagið skyldi eftir sig er að mestu ófyllt. Flugumferð frá Keflavíkurflugvelli hefur dregist verulega saman og helstu brottfarartímar WOW air á vellinum er ennþá lausir. Vonir sumra um að erlend flugfélög myndu auka Íslandsflug sitt í kjölfar falls WOW hafa ekki gengið eftir nema að litlu leyti. Delta og easyJet hafa meira að segja skorið niður áætlunarflug hingað í vetur.

Á sama tíma hafa stjórnendur Icelandair ekki getað nýtt sér þau tækifæri sem opnuðust með brotthvarfi helsta keppinautarins. Engir nýir áfangastaðir hafa verið kynntir og tíðni ferða til annarra staða óbreytt ef frá er talin ein aukaferð í viku til Alicante. Þvert á móti hefur Icelandair þurft að skera niður sumaráætlun sína vegna kyrrsetningar á Boeing MAX þotunum sem sett var á um miðjan mars. Ekki liggur fyrir hvenær flugvélarnar fá flugheimild á ný en í gær tilkynnti Icelandair að fella yrði niður ferðir fram í lok október vegna ástandsins. Þá lýkur sumaráætlun flugfélaganna formlega og um leið fækkar þotum erlendra flugfélaga við Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Hversu mikill samdrátturinn verður í fluginu í vetur liggur ekki fyrir en í byrjun næstu viku verða flugfélög að staðfesta umsóknir sínar um afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli frá lokum október og fram í enda mars. Sú vetraráætlun sem Isavia tilkynnir væntanlega í kjölfarið gæti þó tekið umtalsverðum breytingum því nú mun írskur fjárfestingasjóður, í félagi við tvo af fyrrum stjórnendum WOW air, sjá tækifæri í að stofna nýtt lággjaldaflugfélag hér á landi. Samkvæmt frétt Fréttablaðsins er ætlunin að reka sex flugvélar til að byrja með og fljúga til sextán áfangastaða bæði Norður-Ameríku og Evrópu. Til samanburðar bauð WOW air til sextán áfangastaða í álfunum tveimur í mars síðastliðnum. Ekki kemur fram hvaða áfangastaði nýtt flugfélag stefnir á en það gæti reynst torsótt að fá tíma á vinsælum flugvöllum eins og Amsterdam, Frankfurt, Gatwick og í New York.

Írski fjárfestingasjóðurinn, sem er í eigu eins af afkomendum stofnenda Ryanair flugfélagsins, hyggst leggja rúma fimm milljarða verkefnið gegn 75 prósent hlut í flugfélaginu. Fjórir Íslendingar, þar af tveir af fyrrverandi yfirmönnum WOW air, myndu eiga fjórðungs hlut á móti fjárfestingafélaginu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur  fjárfestahópurinn biðlað til að minnsta kosti tveggja banka, Arion banka og Landsbankans, um nærri fjögurra milljarða króna lán í eitt ár.

Arion banki hefur komið illa út úr lánveitingum til flugrekenda undanfarið og tapaði bankinn nokkrum milljörðum króna í vetur á gjaldþrotum Primera Air og WOW air. Hjá Landsbankunum tók Icelandair svo um 10 milljarða króna lán, til fimm ára, í mars síðastliðnum.

Að hinu nýja íslenska flugfélagi kemur ráðgjafafyrirtækið Irelandia Aviation sem er í eigu eins af stofnendum Ryanair flugfélagsins. Tengsl verkefnsisins við þetta stærsta lággjaldaflugfélag Evrópu eru því töluverð en Irelandia Aviation hefur líka komið að rekstri lággjaldaflugfélaga vestanhafs og í Asíu sem öll eru kennd við svokallaða últra lággjaldastefnu þar sem farþegar borga aukalega fyrir næstum allt nema farmiðann sjálfan. Á sama hátt eru verktakasamningar við flugliða algengir, þess háttar tíðkast til að mynda hjá Ryanair.

Skúli Mogensen, einn af stofnendum WOW og forstjóri þess, mun ekki koma að hinu nýja íslenska flugfélagi samkvæmt frétt RÚV. Skiptastjóri þrotabús WOW air sagði í samtali við Vísi í gær að búið væri að selja verðmætustu eignir flugfélagsins og kaupendur væru ekki þeir sem nú vinna að stofnun hins nýja flugfélags sem hlotið hefur vinnuheitið WAB.

Nýtt efni

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …

Flugstöðin í Changi í Singapúr er ekki lengur í efsta sæti á árlegum lista Skytrax yfir bestu flugvellina heldur í öðru sæti. Hamad alþjóðaflugvöllurinn í Doha í Katar toppar nú listann sem birtur var í gær en hann byggir á einkunnagjöf farþega. Í þriðja sæti er Incheon í Seoul en í næstu tveimur sætum eru …

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …