Ballarin borgaði ekki

Annar af skiptastjórum WOW air staðfestir að rangt var haft eftir starfsbróður hans varðandi greiðslur til þrotabúsins.

Mynd: WOW air

Virði hlutabréfa í Icelandair lækkaði um sjö af hundraði föstudaginn 12. júlí en að morgni þess dags sagði Fréttablaðið frá því að Ameríkanar ætluðu sér að endurreisa WOW air. Í fréttinni kom fram að þeir hefðu tryggt sér flugrekstrareignir þrotabús WOW air og greitt kaupverðið með eingreiðslu. „Sveinn Andri Sveinsson, annar skiptastjóra þrotabús WOW air, staðfesti við Fréttablaðið að uppsett kaupverð hafi þegar verið greitt en vildi engar upplýsingar veita um kaupin að öðru leyti,“ sagði í fréttinni.

Síðustu daga hefur hefur hins vegar leikið vafi á um hvort hin bandaríska Michele Ballarin og viðskiptafélagar hennar hafi í raun greitt kaupverðið. Þorsteinn Einarsson, hinn skiptastjórinn, staðfesti lok í gær, í viðtali við Bylgjufréttir, að svo væri ekki og því hefði kaupsamningi verið rift af hendi þrotabúsins.

Þar með er rúmlega tveggja vikna óvissu eytt. Þó ber að hafa í huga að Fréttablaðið sjálft hefur ekki útskýrt sína hlið á málinu og afhverju haft var eftir Sveini Andra í blaðinu að greiðsla hafi verið innt af hendi ef svo var ekki.