Samfélagsmiðlar

Beðið eftir skýrum svörum frá Ballarin og skiptastjórum

Staðan á þrotabúi WOW air, sem skilgreint var sem kerfislega mikilvægt fyrirtæki af íslenskum stjórnvöldum, er óljós miðað við fréttir vikunnar. Þeir sem svörin hafa tjá sig ekki um málið.

Eins og staðan er núna er óljóst hvort WOW taki á loft á ný undir stjórn Michele Ballarin.

Tveggja opnu viðtöl munu ekki vera algeng í Morgunblaðinu en eitt slíkt var í blaðinu á miðvikudag þar sem Michele Ballarin fór yfir fyrirætlanir sínar um endurreisn WOW air í „ítarlegu einkaviðtali.“ Í inngangi þess kom reyndar fram að þvert á fyrri fréttir af kaupum Ballarin og félaga hjá US Aerospace, á helstu eignum þrotabús WOW air, þá væri ekki búið að greiða kaupverðið. Öfugt við það sem Fréttablaðið hafði eftir skiptastjóra þrotabúsins fyrr í mánuðinum. Af lestri Moggaviðtalsins að dæma þá var viðmælandinn ekki spurður úti þetta veigamikla atriði.

Morgunblaðið tekur svo upp þráðinn í dag og segir að kaupum Ballarin úr þrotabúi WOW hafi verið rift vegna vanefnda kaupenda. Áður hefur komið fram að deilt er um möguleika þrotabússins að standa við allan kaupsamninginn. Samkvæmt frétt Morgunblaðsins í dag þá mun kaupverðið nema um 180 milljónum króna. Það er um það bil einn hundraðshluti af þeim rúmu 12 milljörðum sem Ballarin, sagði við Moggann, að hún og viðskiptafélagar hennar ætluðu að setja í endurreisn WOW air.

Líkt og Túristi hefur í tvígang fjallað um þá vöktu framtíðaráform Ballarin fyrir WOW air furðu meðal viðmælenda Túrista sem vel þekkja til flugreksturs. Eins sú staðreynd að hún fékk athugasemdalaust að halda því fram í Mogganum að krónan hefði hrunið um 30 prósent. Í viðtalinu lýsti hún því jafnframt yfir að flugmálayfirvöld í Washington borg í Bandaríkjunum væru „ótrúlega spennt“ yfir því að endurreist WOW air ætli að opna starfsstöð á Dulles flugvelli. Þar mun US Aerospace vera með skrifstofur í dag. Flugmálayfirvöld í bandarísku höfuðborginni kannast þó ekki við þessar áætlanir  líkt og Túristi hefur greint frá.

Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður US Aerospace hér á landi, hélt því hins vegar fram í gær á Vísi að „víst“ væri verið að vinna með flugmálayfirvöldum í bandarísku höfuðborginni.

Hann færði þó engar frekari sönnur á málið. Svarið var þó skýrt sem Túristi fékk í fyrradag frá Metropolitan Washington Airport Authorities, sem svarar fyrir Dulles flugvöll, varðandi þetta atriði: „The Airports Authority is not affiliated with, nor does it have any knowledge of, US Aerospace Associates or Ms Ballarin’s organization. All questions regarding their plans should be directed to them. Unfortunately, we do not have contact information.“

Túristi hefur óskað eftir nánari útskýringum frá Ballarin á nokkrum af þeim atriðum sem hún nefndi í viðtalinu en svör hafa ennþá ekki borist. Á sama hátt hefur Sveinn Andri Sveinsson, annar af skiptastjórum WOW air, ekki svarað fyrirspurnum um stöðuna. Ennþá stendur því fullyrðing hans um að kaupverðið hafi verið greitt líkt og Fréttablaðið hafði eftir honum fyrir hálfum mánuði síðan.

Nýtt efni

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …