Borgirnar 10 sem oftast var flogið til í júní

Hlutfallslega þá hefur dregið mest úr flugumfeðrinni til New York, París og London þegar litið er til þeirra borga sem oftast er flogið til frá Keflavíkurflugvelli.

London Piccadilly Julian LoveLondon and Partners
Frá Piccadilly Circus í London. Mynd: Julian Love / London and Partners

Þrettánda hver flugvél sem tók á loft frá Keflavíkurflugvelli í júní setti stefnuna á einn af flugvöllunum við höfuðborg Bretlands. Það þýðir að farnar voru að jafnaði um sex ferðir á dag til London frá Keflavíkurflugvelli í síðasta mánuði en svo tíðar voru ferðirnar ekki til neinnar annarrar borgar. Þær voru reyndar litlu færri brottfarirnar til Kaupmannahafnar eða 5,5 á dag samkvæmt talningu Túrista.

Til New York var flogið nærri fimm sinnum á dag í júní og að jafnaði fjórum sinnum á sólarhring til Óslóar. Eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan þá hefur ferðunum til margra borga fækkað verulega frá því í júní í fyrra. Það skrifast helst á fall WOW air.