Dýrari bíla­leigu­bílar í Orlandó í vetur

Íslenskir ferðamenn á Flórídaskaganum mega búast við því að borga meira fyrir afnot af ökutæki enda hefur dollarinn styrkst verulega í samanburði við krónuna.

florida lance asper
Mynd: Lance Asper / Unsplash

Það er löng hefð fyrir vetr­ar­fríum Íslend­inga á Flórída­skag­anum en í vetur verður framboð á flugi þangað minna en síðustu ár. Á tíma­bili var flogið héðan allan veturinn til þriggja borga í Flórída en núna er beint flug til Orlandó eini valkost­urinn. Þangað munu þotur Icelandair fljúga nánast daglega í vetur en þeir farþegar sem ætla að taka bíl á leigu við flug­völl borg­ar­innar mega búast við að borga meira en þeir sem voru á ferð­inni í fyrra.

Þetta sýnir saman­burður á athug­unum Túrista sem gerðar voru í dag og í byrjun sept­ember í fyrra. Megin skýr­ingin á þessari verð­þróun er sú að banda­ríski doll­arinn hefur styrkst um nærri fimmtung undan­farið ár í saman­burði við íslensku krónuna. Sem fyrr er leit­arvél bókun­ar­fyr­ir­tækis Rentalcars nýtt í verð­sam­an­burðinn en hún finnur oft hagstæðari tilboð en þau bíla­leig­urnar sjálfar bjóða.