Indigo Partners hafa ekki keypt neitt af þrotabúi WOW

Forsvarsmenn bandaríska fjárfestingafélagsins segjast ekki hafa fest kaup á eignum sem tilheyrðu þrotabúi WOW air.

Mynd: Sigurjón Ragnar

Eftir frétt Fréttablaðsins í morgun af hundruð milljóna króna sölu út úr þrotabúi WOW air, til ónefnds bandarísks fyrirtækis, þá bárust böndin að Indigo Partners. Enda höfði forsvarsmenn þess átt í fjögurra mánaða viðræðum við Skúla Mogensen um kaup á stórum hlut í WOW air í vetur

Talskona Indigo Partners staðfestir hins vegar í svari, við fyrirspurn Túrista, að félagið hafi ekki keypt neinar eignir sem tilheyrðu áður WOW.

Heimildir Viðskiptablaðsins herma að það hafi verið bandaríska fyrirtækið Oasis Aviation Group sem nú eigi vörumerki WOW, heimasíður þess og bókunarkerfi.