Norwegian sker niður

Sparnaðaráætlun stjórnenda Norwegian gerir ráð fyrir samdrætti í Norður-Atlantshafsflugi. Þar með dregur úr framboði á nokkrum af þeim flugleiðum sem Icelandair gerir út á.

Mynd: Norwegian

Þrátt fyrir að Spán­ar­flug Norwegian frá Íslandi muni aukast veru­lega í vetur þá ætlar félagið að draga saman seglin í áætl­un­ar­ferðum milli Banda­ríkj­anna og Evrópu í vetur. Tíu flug­leiðir á milli álfanna verða felldar niður nú í haust og þráð­urinn ekki tekinn upp á ný fyrr en í vor. Til viðbótar hættir félagið endan­lega að fljúga milli Stokk­hólms og Orlando og hins vegar London og Las Vegas.

Þessi samdráttur í Atlants­hafs­flugi Norwegian ætti að draga þónokkuð úr fram­boði á mörgum af þeim flug­leiðum sem Icelandair sinnir. Til að mynda í flugi frá Evrópu til Boston, Chicago, Denver, Orlando og New York en allar þessar borgir eru hluti af vetr­aráætlun Icelandair.

Auk þess þá fækkar Norwegian ferð­unum til Los Angeles og mun ekki fljúga þangað beint frá Ósló eða Kaup­manna­höfn í vetur. WOW air sinnti einnig flugi til Los Angeles og ljós að með brott­hvarfi þess félags og samdrættinu hjá Norwegian þá snar­minnkar fram­boðið í vetur á flug­sætum milli Norð­ur­land­anna og fjöl­menn­ustu borgar Kali­forníu.

Hvort þetta verði til þess að stjórn­endur Icelandair stökkvi til og bæti borg­inni við sína vetr­aráætlun á eftir að koma í ljós. WOW air flutti til að 69 þúsund farþega milli Kefla­vík­ur­flug­vallar og Los Angeles á fyrri helm­ingi síðasta árs.