Óskalisti fyrir utan­lands­ferðina

Þeir sem eiga leið um Flugstöð Leifs Eiríkssonar á næstunni geta nú séð vöruúrvalið á einum stað og hvaða tilboð eru í boði.

Mynd: Isavia

Flug­fé­lögin mæla almennt með að farþegar mæti tíman­legan í flugið og þeir sem fylgja þeim ráðum verja þá klukku­tíma til tveimur í Flug­stöð Leifs Eiríks­sonar fyrir brottför. Þann tíma nýta margir til að versla eða fá sér í svanginn. Og nú er að finna á heima­síðu Kefla­vík­ur­flugallar upplýs­ingar um öll þau tilboð sem í boði eru hjá þeim versl­unum og matsölu­stöðum sem í flug­stöð­inni eru. Hægt er að setja þau saman í lista og prenta út eða fá þau send í símann.

„Við erum fyrst og fremst að gera þetta til að vekja athygli á því fjöl­breytta vöru­úr­vali þjón­ustu­aðila sem er í flug­stöð­inni,” segir Gunnar K. Sigurðsson, mark­aðs­stjóri Isavia, um fram­takið. Hann bætir því við að í sumar séu sumir rekstr­ar­að­ilar í flug­stöð­inni með tilboð til að mynda fyrir fjöl­skyldur eða á vörum sem henti vel fyrir ferða­lagið.

Vöru­úr­valið í flug­stöð­inni má finna á heima­síðu Kefla­vík­ur­flug­vallar og hægt er að flokka vörurnar og veit­ing­arnar eftir tegundum.