Samfélagsmiðlar

Talan sem Icelandair mun ósennilega gefa út í dag

Í ljósi þess að helsti keppinauturinn er nú farinn af markaðnum má gera ráð fyrir að meðalfargjöldin hjá Icelandair hafi hækkað. Stjórnendur þess eru þó ekki gjarnir á að deila þess háttar upplýsingum.

Hjá tveimur stærstu flugfélögum Norðulanda þá hækkaði meðalfargjaldið í júní töluvert. Þannig hækkuðu farþegatekjur Norwegian, á hvern floginn kílómetra, um níu prósent á meðan hækkunin nam rúmum sjö prósentum hjá SAS í samanburði við júní í fyrra. Þessi verðþróun er þvert á spár forsvarsmanna flugfélaganna Ryanair og Lufthansa sem gáfu út í vor að þeir gerðu ekki ráð fyrir hækkandi fargjöldum í Evrópu í sumar vegna mikils framboðs á áætlunarflugi. Raunin varð hins vegar önnur, alla vega þegar horft er til Skandinavíu í júní.

Hvernig fargjöld Icelandair hafa þróast nú í sumar fáum við hins vegar ekki svar við í dag þegar fyrirtækið birtir sínar mánaðarlegu farþegatölur. Því öfugt við stjórnendur SAS og Norwegian þá deila stjórnendur Icelandair ekki reglulega upplýsingum um fargjaldaþróun. Í þeim mánaðarlegum flutningatölum sem félagið gefur út, og eru væntanlegar í dag, er aðeins að finna tölur um sætanýtingu og þróun framboðs en ekkert um hvort meðalfargjaldið hafi hækkað, lækkað eða staðið í stað.

Í ljósi þess að WOW air, helsti keppinauturinn í flugi til og frá landinu, er nú horfinn af sviðinu þá má fastlega gera ráð fyrir því að meðalfargjöld Icelandair hafi hækkað en ekki lækkað í júní. Jafnvel meira en sem nemur hækkuninni hjá Norwegian og SAS sem vissulega áttu líka í samkeppni við WOW air um farþega á ferðinni milli Evrópu og N-Ameríku.

Á sama tíma hljóta margir fjárfestar og eigendur Icelandair að vilja sjá hvort sú stefna stjórnenda að leggja aukna áherslu á Ísland sem áfangastað, í stað þess að gera helst út á tengifarþega á leið yfir hafið, hafi gefið góða raun. Farþegatölur Icelandair fyrir undanfarna mánuði hafa nefnilega sýnt að vægi erlendra ferðamanna, á leið til Íslands, hefur hækkað verulega í þotum félagsins á kostnað tengifarþega. Hvort þessi breyting skili Icelandair hærri tekjum á hvern farþega vita þó bara stjórnendur flugfélagsins. Og í ljósi ástandsins á MAX þotunum og þeirrar staðreyndar að Icelandair hefur þurft að leigja flugvélar og áhafnir til að brúa bilið þá væru hærri fargjöld væntanlega vel þegin til að standa undir auknum kostnaði.

 

Nýtt efni

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …

Flugstöðin í Changi í Singapúr er ekki lengur í efsta sæti á árlegum lista Skytrax yfir bestu flugvellina heldur í öðru sæti. Hamad alþjóðaflugvöllurinn í Doha í Katar toppar nú listann sem birtur var í gær en hann byggir á einkunnagjöf farþega. Í þriðja sæti er Incheon í Seoul en í næstu tveimur sætum eru …

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …

Í marsmánuði fór fjöldi erlendra ferðamanna í Japan í fyrsta skipti yfir 3 milljónir, samkvæmt tölum sem birtar voru í síðustu viku. Um 2,7 milljónir komu í febrúar. Auðvitað nýtur japönsk ferðaþjónusta nú uppsafnaðrar löngunar erlendra ferðamanna á að heimsækja loks Japan eftir langvarandi lokun og ferðahindranir í tengslum við Covid-19 en það er ekki …

Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands var heiðraður á ársfundi Meet in Reykjavik í gær. Hann leiddi til sigurs umsókn Íslands um að fá ráðstefnuna „International Geoscience and Remote Sensing Symposium (IGARSS)“ til Reykjavíkur í júlí 2027. Gert er ráð fyrir að 2.500 erlendir vísindamenn og fagfólk á sviði fjarkönnunar frá öllum heimshornum sæki ráðstefnuna …

United Airlines tilkynntu í gær um betri afkomu en vænst var á öðrum ársfjórðungi. Þetta kemur í framhaldi af því að tapið á fyrsta fjórðungi var minna en óttast hafði verið. Megin ástæða þess að vel gengur er einfaldlega mikill áhugi á ferðalögum. Hlutabréf í United hækkuðu strax í fyrstu viðskiptum eftir að tilkynnt var …

Japanskir bílaframleiðandur hafa dregist aftur úr nýrri fyrirtækjum á borð við bandaríska Tesla og kínverska BYD í þróun rafbílasmíði. En menn velta því fyrir sér hvort japanskir framleiðendur á borð við Toyota og Nissan verði ekki fljótir að vinna upp það forskot - og jafnvel ná forystu - með þróun nýrrar gerðar rafhlaðna, sem vonir …

„Viltu nýjan bíl? Ef svarið er já, þá þurfum við að finna pening til að kaupa bílinn. Við getum aflað hans með sjávarútvegi en sú grein er takmörkuð og margir vilja setja skorður á fiskeldi. Til að auka framleiðslu á málmum þarf meiri raforku. Þá er það ferðaþjónustan sem er eftir og því þarf að …