Áfram veru­legur samdráttur á Kefla­vík­ur­flug­velli

Í júlí voru farnar að jafnaði rétt um áttatíu áætlunarferðir á dag frá Keflavíkurflugvelli. Það er töluvert minni umferð en á sama tíma í fyrra.

Þó flug­fé­lög­unum á Kefla­vík­ur­flug­velli hafi aðeins fækkað um eitt í nýliðnum júlí þá dróst fjöldi áætl­un­ar­ferða þaðan saman um 28 prósent frá sama tíma á síðasta ári. Skýr­ingin á þessum mikla samdrætti liggur í brott­hvarfi WOW air sem stóð fyrir 1012 áætl­un­ar­ferðum í júlí í fyrra samkvæmt taln­ingum Túrista. Hátt í þrjú hundruð fleiri ferðir á vegum Icelandair og þónokkur viðbót frá SAS drógu úr fallinu sem var engu að síður mikið.

Vægi Icelandair jókst veru­lega í júlí og stóð félagið fyrir tveimur af hverjum þremur áætl­un­ar­ferðum sem er álíka mikið og í júlí 2014 eins og sjá má á súlu­ritinu hér fyrir neðan.