Farþegum fækkar átjánda mánuðinn í röð

Í júlí fóru tíu þúsund færri farþegar um innanlandsflugvelli landsins en á sama tíma í fyrra. Samdrátturinn nam fimmtán af hundraði á Reykjavíkurflugvelli en þar hefur þróunin verið neikvæð síðan í byrjun síðasta árs.

Bombardier flugvél Air Iceland Connect á Reykjavíkurflugvelli. Mynd: Air Iceland Connect

Að jafnaði flugu um tólf hundruð farþegar á degi hverjum til og frá Reykjavíkurflugvelli í júlí síðastliðnum eða um tvö hundruð færri en á sama tíma í fyrra. Leita þarf aftur til janúar í fyrra til að finna mánuð þar sem farþegum fjölgaði á milli ára á þessum næst fjölfarnasta flugvelli landsins.

Á Akureyri og Egilsstöðum var þróunin sambærileg og alls fækkaði farþegum á innanlandsflugvöllunum um þrettán af hundraði í júlí síðastliðnum í samaburði við sama tíma í fyrra. Fyrstu sjö mánuði ársins nemur fækkunin 12 prósentum.

Gera má ráð fyrir að þessi neikvæða þróun haldi áfram næstu misseri enda hafa forsvarsmenn Air Iceland Connect og Flugfélagsins Ernis gefið út að flugflotar félagnna tveggja verði minnkaðir og ferðum fækkað.