Flug­sæti á niður­settu verði í sólina

Stærstu ferðaskrifstofur landsins eru núna með tilboð á flugmiðum til sólarlanda.

grikkland strond Alex Blajan
Mynd Alex Blajan / Unsplash

Það styttist í að skól­arnir byrji á ný og þá lækkar venju­lega verðið á sólar­landa­ferðum. Að minnsta kosti þegar borið er saman við vinsæl­ustu brott­far­irnar í í júní og júlí. Og þeir sem vilja komast út í ennþá meiri hita strax eftir versl­un­ar­manna­helgi hafa úr tölu­verðu að moða. Á heima­síðum stærstu ferða­skrif­stof­anna má nefni­lega finna þónokkuð af tilboðum á farmiðum til Kanarí, Tenerife, Alicante og fleiri spænskra sólar­staða.

Ódýr­ustu miðarnir, aðra leiðina, til Alicante á þriðju­daginn kosta þannig 15 þúsund krónur hjá Heims­ferðum og á fimmtu­daginn er farið á 20 þúsund hjá Vita. Þann sama dag er líka hægt að fljúga til Mílanó og heim aftur fjórum dögum síðar fyrir 30 þúsund krónur. Einnig er hægt að finna flug­miða á niður­settu verði hjá Plús­ferðum og úrvalið hjá ferða­skrif­stof­unum er tölu­vert en heim­ferðin er oftar en ekki dýrari en flug­ferðin út.

Og það eru þó ekki aðeins flug­miðar á tilboði hjá ferða­skrif­stof­unum því þar er líka tölu­vert af tilboðum af pakka­ferðum með flug­sæti og gist­ingu. Í einhverjum tilvikum er afslátt­urinn allt að 100 þúsund krónur á mann miðað við þær upplýs­ingar sem finna má á tilboðs­s­íð­unum.