Samfélagsmiðlar

Góður gangur í flugi Lufthansa til Íslands

Lufthansa Group er stærsta flugvélasamsteypa Evrópu en félagið er þó ekki umsvifamikið á Keflavíkurflugvelli. Á því eru ýmsar skýringar og hafa í sjálfu sér meira með legu landsins að gera og umrót á þýska markaðnum að gera

Íslenskir farþegar eru rétt um átta af hverjum hundrað farþegum sem fljúga með Lufthansa frá Keflavíkurfllugvelli.

„Heilt yfir þá erum við mjög ánægð með flugið til Íslands. Í fyrra fjölgaði farþegunum þar um 22 prósent þrátt fyrir að framboðið hafi aðeins verið aukið um 12 prósent á sama tíma. Sætanýtingin var því góð en tölur fyrir þetta ár eru ekki ennþá opinberar,” segir Andreas Köster, sölustjóri Lufthansa Group fyrir Bretland, Írland og Ísland, í samtali við Túrista. Innan þýsku samsteypunnar eru nokkur evrópsk flugfélög en aðeins hluti þeirra flýgur hingað. Þannig hefur Ísland ekki ennþá komist á kortið hjá Austrian, Swiss eða Brussels Airlines.

Þotur Lufthansa fljúga þó hingað allt árið frá Frankfurt og yfir sumarmánuðina frá Munchen. Yfir aðalferðamannatímabilið bætast einnig við ferðir frá Eurowings og því til viðbótar bjóða leiguflugfélögin Austrian Holidays og Eidelweiss upp á ferðir hingað yfir háönnina. Yfir vetrarmánuðina takmarkast ferðir þessarar stærstu flugfélagasamsteypu Evrópu við ferðir þrjá brottfarir í viku á vegum Lufthansa frá Frankfurt.

Á þessu verða ósennilega gerðar miklar breytingar á næstunni þrátt fyrir fyrrnefnda fjölgun farþega og bætta sætanýtingu. „Flugtíminn til Íslands frá Frankfurt er nokkuð langur og þar með þarf að taka frá þotu í lengri tíma til að sinna ferðunum. Fyrir suma af keppinautum okkar, sem bjóða upp á tíðari brottfarir til Íslands, tekur flugið skemmri tíma,” bætir Köster við og segist ánægður með mynstrið sem er í flugáætluninni til Íslands eins og er. „Það er mikilvægt að dreifa þjónustunnni á milli flugfélaga og þar sem Frankfurt er ennþá aðal tengistöðin er ég ánægður með að fljúgum þaðan allt árið til Íslands.”

Niðurstöður landamærakönnunar Ferðamálastofu sýna að rétt um þrír af hverjum eitt hundrað ferðamönnum hér á landi eru í vinnuferð. Þetta er mun lægra hlutfall en í löndunum í kringum okkur en sú staðreynd er ekki ástæða þess að Lufthansa eykur ekki umsvif sín hér á landi að sögn Köster. „Við viljum líka fá fleiri farþega um borð sem eru á leið í frí.”

Smæð íslenska markaðarins vegur kannski þyngra í því samhengi. Köster bendir til að mynda á að aðeins átta af hverjum hundrað farþegum sem nýta sér ferðir Lufthansa frá Keflavíkurflugvelli eru Íslendingar. Fjórðungurinn komi frá Þýskalandi og Ítalír eru álíka fjölmennir. Aðspurður um ferðir íslensku farþeganna þá segir Köster að um áttatíu prósent þeirra haldi sig í Evrópu en bróðurpartur þeirra millilendi aðeins í Frankfurt eða Munchen og haldi svo áfram til annarra áfangastaða í álfunni. Um tíundi hver Íslendingur flýgur áfram með Lufthansa til Asíu og Eyjaálfu á meðan rétt um fjögur prósent nýta sér áætlunarflug þýska félagsins til Afríku.

Sem fyrr segir þá er lággjaldaflugfélagið Eurowings hluti af Lufthansa Group og en það félag hefur dregið töluvert úr flugi til Íslands undanfarin ár. Í júlí 2016 stóð félagið til að mynda fyrir 45 brottförum héðan til fimm þýskra borga samkvæmt talningu Túrista. Í nýliðnum júlí voru ferðirnar aðeins 18 talsins til tveggja borga. Skýringin á þessum mikla samdrætti skrifast þó ekki á minni hylli Íslands sem áfangastaðar að sögn Köster. „Eurowings er fyrst og fremst að takast á við tvö verkefni. Annars vegar samkeppni lággjaldaflugfélaga á heimamarkaði og hins vegar fjölgun ferða til Mallorca.” Hann bætir því við að Eurowings verði að sýna stöðugleika í rekstri og þyrfti því í raun að hafa úr fleiri flugvélum að moða til að geta sinnt fleiri mörkuðum með skilvirkum hætti. „Eurowings kemur vonandi aftur af meiri þunga til Íslands á næstu árum.”

Auk Lufthansa þá flýgur Icelandair daglega til Frankfurt og það gerði WOW air líka. Sölustjóri Lufthansa segir þó ekki hægt að sjá einhverjar sérstakar breytingar á þeirri flugleið eftir fall WOW air. „Auðvitað eru eru alltaf einhver áhrif en Lufthansa flýgur til 73 landa og því mikið um tengifarþega hjá okkur. Breytingar á eftirspurn á milli tveggja landa hefur því lítil áhrif á heildina,” segir Köster að lokum.

Nýtt efni

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …

Flugstöðin í Changi í Singapúr er ekki lengur í efsta sæti á árlegum lista Skytrax yfir bestu flugvellina heldur í öðru sæti. Hamad alþjóðaflugvöllurinn í Doha í Katar toppar nú listann sem birtur var í gær en hann byggir á einkunnagjöf farþega. Í þriðja sæti er Incheon í Seoul en í næstu tveimur sætum eru …

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …