Samfélagsmiðlar

Hið dýrkeypta ójafnvægi hjá Icelandair

Þrátt fyrir að hafa séð á eftir helsta keppinautnum þá var sætanýtingin hjá Icelandair í júlí sú lægsta sem mælst hefur síðastliðinn áratug. Megin skýringin liggur í því hversu illa leiðakerfi félagsins hefur farið út úr kyrrsetningu MAX þotanna. Eftir standa þó spurningar afhverju flugvélarnar voru ekki teknar fyrr út úr sumaráætluninni og hvort flugferðirnar til Evrópu hafi verið of fáar.

Fjórar af Boing MAX þotum Icelandair sem staðið hafa á Keflavíkurflugvelli síðan um miðjan mars.

Stjórnendur Icelandair skrifuðu slæma afkomu á síðasta ári að miklu leyti á ójafnvægi í sumaráætlun félagsins. Það lýsti sér í því að flugferðum til Bandaríkjanna var fjölgað á kostnað Evrópuflugs en þar sem sala á ferðum til og frá N-Ameríku var ekki í takt við aukið framboð þá lækkaði sætanýtingin á þeim flugleiðum verulega. Aftur á móti var eftirspurnin góð í Evrópu og þangað fóru þoturnar þéttsetnari. Hlutfallslega munaði töluverðu á sætanýtingunni hjá Icelandair allt síðasta sumar og haust eftir því til hvorrar álfunnar var flogið. Í júlí í fyrra voru t.d. 91 prósent sætanna skipuð farþegum í þotunum sem flugu til Evrópu en rétt um 82 prósent í Ameríkuflugi Icelandair.

Svona sundurliðun á sætanýtingu eftir heimsálfum birti félagið í fyrsta skipti síðastliðið sumar og þá væntanlega til að útskýra fyrir hluthöfum afleiðingar þessa ójafnvægis. Samskonar upplýsingar er þó ekki að finna í flutningatölum Icelandair fyrir nýliðinn júlí þrátt fyrir að stjórnendur þess viðurkenni að núna hafi leiðakerfið aftur farið úr skorðum. Í kynningu á afkomu fyrirtækisins á öðrum ársfjórðungi, sem birt var í síðustu viku, kemur fram að breytingar á áætluninni, sem gerðar voru með stuttum fyrirvara vegna kyrrsetningar MAX þotanna, hafi valdið ójafnvægi í leiðakerfinu. Afleiðingin er lægri sætanýting í júlí en dæmi eru um hjá Icelandair. Alla vega þegar horft er til baka síðastliðinn áratug.

Ekki liggur fyrir hvort ástandið síðasta sumar hafi endurtekið sig með þeim afleiðingum að nóg hefur verið af lausum sætum til Bandaríkjanna og Kanada en næstum allt fullt þegar flogið var til Evrópu. Ef það hefur verið raunin má velta því fyrir sér hvort stjórnendur Icelandair hefðu ekki átt að sjá ójafnvægið fyrir, í ljósi reynslunnar, jafnvel þó ástandið sem MAX þoturnar hafa valdið sé sannarlega fordæmalaust eins og Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, hefur komist að orði. Upphafleg sumaráætlun félagsins byggði nefnilega á því að fjórða hver þota í flota þess væri af gerðinni Boeing MAX.

Talning Túrista á fjölda flugferða hjá Icelandair eftir heimsálfum sýnir að í júlí í ár var hlutfallið það sama og það var áður en ójafnvægið komst á í fyrra. Þess háttar talning gefur hins vegar ekki jafn góða sýn á stöðuna og áður því núna er sætafjöldinn í flugvélum Icelandair mismunandi enda flotinn ekki einsleitur eins og áður.

Sem fyrr segir þá fullyrða stjórnendur Icelandair að ástandið á leiðakerfinu í júlí skrifist á þær breytingar sem gera þurfti á leiðakerfinu með stuttum fyrirvara vegna kyrrsetningar á MAX þotunum. Í því samhengi má benda á að það var ekki fyrr en í lok maí sem Icelandair tók MAX þoturnar út úr áætlun sinni frá og með miðjum júlí. Flugfélög eins og Air Canada, Southwest og American Airlines höfðu gripið til þess háttar ráðstafanna nokkru áður. Hjá Icelandair voru greinilega bundnar vonir við að þoturnar kæmust í loftið mun fyrr enda sagði Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Icelandair, á afkomufundi þann 6. maí, að tæknilega væri búið að leysa allt það sem kom upp í flugslysunum tveimur sem leiddu til kyrrsetningarinnar. Hann sagði jafnframt að sú lausn Boeing yrði vottuð af amerískum flugmálayfirvöldum fyrir miðjan maí.

Hálfum mánuði síðar gaf Icelandair það hins vegar út að flugáætlun félagsins yrði breytt fram í miðjan september. Og í júlí var fresturinn lengdur fram í lok október en þá hefst vetraráætlunin formlega.

Nýtt efni

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …