Samfélagsmiðlar

Hið dýrkeypta ójafnvægi hjá Icelandair

Þrátt fyrir að hafa séð á eftir helsta keppinautnum þá var sætanýtingin hjá Icelandair í júlí sú lægsta sem mælst hefur síðastliðinn áratug. Megin skýringin liggur í því hversu illa leiðakerfi félagsins hefur farið út úr kyrrsetningu MAX þotanna. Eftir standa þó spurningar afhverju flugvélarnar voru ekki teknar fyrr út úr sumaráætluninni og hvort flugferðirnar til Evrópu hafi verið of fáar.

Fjórar af Boing MAX þotum Icelandair sem staðið hafa á Keflavíkurflugvelli síðan um miðjan mars.

Stjórnendur Icelandair skrifuðu slæma afkomu á síðasta ári að miklu leyti á ójafnvægi í sumaráætlun félagsins. Það lýsti sér í því að flugferðum til Bandaríkjanna var fjölgað á kostnað Evrópuflugs en þar sem sala á ferðum til og frá N-Ameríku var ekki í takt við aukið framboð þá lækkaði sætanýtingin á þeim flugleiðum verulega. Aftur á móti var eftirspurnin góð í Evrópu og þangað fóru þoturnar þéttsetnari. Hlutfallslega munaði töluverðu á sætanýtingunni hjá Icelandair allt síðasta sumar og haust eftir því til hvorrar álfunnar var flogið. Í júlí í fyrra voru t.d. 91 prósent sætanna skipuð farþegum í þotunum sem flugu til Evrópu en rétt um 82 prósent í Ameríkuflugi Icelandair.

Svona sundurliðun á sætanýtingu eftir heimsálfum birti félagið í fyrsta skipti síðastliðið sumar og þá væntanlega til að útskýra fyrir hluthöfum afleiðingar þessa ójafnvægis. Samskonar upplýsingar er þó ekki að finna í flutningatölum Icelandair fyrir nýliðinn júlí þrátt fyrir að stjórnendur þess viðurkenni að núna hafi leiðakerfið aftur farið úr skorðum. Í kynningu á afkomu fyrirtækisins á öðrum ársfjórðungi, sem birt var í síðustu viku, kemur fram að breytingar á áætluninni, sem gerðar voru með stuttum fyrirvara vegna kyrrsetningar MAX þotanna, hafi valdið ójafnvægi í leiðakerfinu. Afleiðingin er lægri sætanýting í júlí en dæmi eru um hjá Icelandair. Alla vega þegar horft er til baka síðastliðinn áratug.

Ekki liggur fyrir hvort ástandið síðasta sumar hafi endurtekið sig með þeim afleiðingum að nóg hefur verið af lausum sætum til Bandaríkjanna og Kanada en næstum allt fullt þegar flogið var til Evrópu. Ef það hefur verið raunin má velta því fyrir sér hvort stjórnendur Icelandair hefðu ekki átt að sjá ójafnvægið fyrir, í ljósi reynslunnar, jafnvel þó ástandið sem MAX þoturnar hafa valdið sé sannarlega fordæmalaust eins og Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, hefur komist að orði. Upphafleg sumaráætlun félagsins byggði nefnilega á því að fjórða hver þota í flota þess væri af gerðinni Boeing MAX.

Talning Túrista á fjölda flugferða hjá Icelandair eftir heimsálfum sýnir að í júlí í ár var hlutfallið það sama og það var áður en ójafnvægið komst á í fyrra. Þess háttar talning gefur hins vegar ekki jafn góða sýn á stöðuna og áður því núna er sætafjöldinn í flugvélum Icelandair mismunandi enda flotinn ekki einsleitur eins og áður.

Sem fyrr segir þá fullyrða stjórnendur Icelandair að ástandið á leiðakerfinu í júlí skrifist á þær breytingar sem gera þurfti á leiðakerfinu með stuttum fyrirvara vegna kyrrsetningar á MAX þotunum. Í því samhengi má benda á að það var ekki fyrr en í lok maí sem Icelandair tók MAX þoturnar út úr áætlun sinni frá og með miðjum júlí. Flugfélög eins og Air Canada, Southwest og American Airlines höfðu gripið til þess háttar ráðstafanna nokkru áður. Hjá Icelandair voru greinilega bundnar vonir við að þoturnar kæmust í loftið mun fyrr enda sagði Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Icelandair, á afkomufundi þann 6. maí, að tæknilega væri búið að leysa allt það sem kom upp í flugslysunum tveimur sem leiddu til kyrrsetningarinnar. Hann sagði jafnframt að sú lausn Boeing yrði vottuð af amerískum flugmálayfirvöldum fyrir miðjan maí.

Hálfum mánuði síðar gaf Icelandair það hins vegar út að flugáætlun félagsins yrði breytt fram í miðjan september. Og í júlí var fresturinn lengdur fram í lok október en þá hefst vetraráætlunin formlega.

Nýtt efni

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …