Mun ódýrara að gista í Reykjavík

Vísbending um að hótelgestir í höfuðborginni hafa borgað nokkru minna fyrir herbergi nú í ágúst en á sama tíma í fyrra.

reykjavik Tim Wright
Mynd: Tim Wright/Unsplash

Þeir sem hafa bókað hefðbundið tveggja manna herbergi á reykvísku hóteli nú í ágúst hafa greitt að jafnaði 148 evrur fyrir nóttina. Það jafngildir um 20.300 krónum. Í evrum talið nemur lækkunin um 22 prósentum frá ágúst í fyrra sem er meiri lækkun en í öðrum evrópskum borgum samkvæmt úttekt hótelleitarsíðunnar Trivago. 

Lækkunin nú í ágúst er þó ekki einsdæmi því allt þetta ár hefur gistiverðið í Reykjavík verið á niðurleið. Þó oftast í takt við veikingu krónunnar og þar með hefur verð á hótelherbergjum verið sambærilegt í krónum talið en lækkað í evrum. Nú í ágúst er verðlækkunin hins vegar mun tvöfalt hærri en sem nemur gengislækkuninni sem mælst hefur ellefu prósent síðastliðið ár.

Hafa ber í huga að þó Trivago sé vinsæl hótelleitarsíða og í eigu Expedia, móðurfélags Hotels.com, þá eru tölurnar hér að ofan aðeins vísbending um hvernig verðlagið er að þróast á hótelum í Reykjavík.