40 þúsund færri erlendir ferða­menn

Í nýliðnum ágúst fækkaði brottförum erlendra ferðamanna frá Keflavíkurflugvelli um 13,5 prósent. Mestu munar um mikinn samdrátt í fjölda þeirra bandarísku.

Mynd: Guus Baggermans / Unsplash

Nú er háanna­tími í ferða­þjón­ust­unni að baki og samkvæmt taln­ingum Ferða­mála­stofu á Kefla­vík­ur­flug­velli þá voru erlendu ferða­menn­irnir 679 þúsund talsins yfir sumar­mán­uðina þrjá. Í fyrra sumar voru þeir um 804 þúsund og nemur samdrátt­urinn um 125 þúsund manns eða um 16 prósentum.

Líkt og áður þá er ágúst sá mánuður sem flestir nýta til Íslands­dvalar og að þessu sinni voru erlendu ferða­menn­irnir 251 talsins í þeim mánuði eða 40 þúsund færri en á sama tíma í fyrra. Og þrátt fyrir að banda­rískum ferða­mönnum hafi fækkað hér á landi um rúmlega þriðjung í ágúst þá eru þeir ennþá lang­fjöl­menn­astir í hópi ferða­fólks eins og sjá má á súlu­ritinu hér fyrir neðan. Í ágúst voru Þjóð­verjar næst flestir en fjöldi þeirra stóð nærri í stað milli ára. Í þriðja sæti koma svo Frakkar en þeim fjölgaði umtals­vert í ágúst eða rúmlega eitt þúsund manns. Það jafn­gildir um 6 prósent vexti.