Áfram fækkar farþegum í innanlandsflugi

Í ágúst fækkaði þeim farþegum sem fóru um innanlandsflugvellina um 12 þúsund. Minnsti samdrátturinn var á Akureyri sem skrifast líklega á beint flug þangað frá Rotterdam.

Akureyrarflugvöllur. Mynd: Isavia

Allt frá því í janúar í fyrra hefur farþegum á innanlandsflugvöllum landsins farið fækkandi í samanburði við sama tíma árið á undan. Og nýliðinn ágúst hélt þessi þróun áfram þegar farþegum fækkaði um fimmtán af hundraði. Sá samdráttur jafngildir um 12 þúsund farþegum. Hlutfallslega var fækkunin minnst á Egilsstaðaflugvelli eða um sex af hundraði. Á Akureyri dróst farþegahópurinn saman um nærri tíund þrátt fyrir vikulegar ferðir Transavia þangað frá Rotterdam.

Eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan var samdrátturinn langmestur á minni flugvöllunum en í mánaðarlegum uppgjörum Isavia er umferðin aðeins flokkuð fyrir þá stóru. Þar með er ekki hægt að sjá hver þróunin var á Ísafirði, Húsavík, Vestmannaeyjum og víðar.

;